Gönguhátíðin Svartfugl, sem haldin er á sunnanverðum Vestfjörðum, hefst í fjórða sinn á morgun og stendur yfir í fimm daga. Er boðið upp á bæði léttar og þungar gönguferðir með leiðsögn, og eru göngurnar kryddaðar ýmsum uppákomum.
Einleikur Elfars Loga Hannessonar um Gísla Súrsson verður fluttur á söguslóðum í Geirþjófsfirði. Þá les Halldóra Björnsdóttir leikkona úr Svartfugli Gunnars Gunnarssonar á Sjöundá við Rauðasand. Einnig verður fetað í fótspor Hrafna-Flóka og gengið upp á "Skírnarfont Íslands", þar sem Hrafna-Flóki stóð er hann gaf landinu nafnEkkert kostar að taka þátt í gönguferðunum en greiða þarf fyrir bátssiglingar
Hjörtur Smárason skipuleggjandi hátíðarinnar segist í tilkynningu hafa ákveðið að hafa gönguferðirnar ókeypis áfram þar sem nú sé einn meiri ástæða til en áður. Öll framlög frá þátttakendum séu hins vegar vel þegin, „í samræmi við eigin efnahag og hvað viðkomandi finnst sanngjarnt.““Vefsíða hátíðarinnar er www.svartfuglinn.is.