Skátar á hestbaki kryfja Halldór Laxness

Mynd Stefanía G Jónsdóttir

Hópur 47 erlendra skáta frá Frakklandi, Ítalíu, Noregi, Spáni, Lúxemborg og Kanada valdi sér fjögurra daga leiðangurinn „Halldór and The Horses“ á Roverway skátamótinu sem nú stendur yfir.

Skátarnir dvelja á æskuslóðum Laxness í Mosfellsdal og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá frá morgni til kvölds.

Í gær var farið í hestaferð frá Laxnesi og um Mosfellsdalinn, síðan mættu skátarnir 47 vopnaðir hnífum sínum og aðstoðuðu bændur í dalnum við að skera niður njóla í væntanlegu ræktarlandi.

Í dag hélt hópurinn fótgangandi í Álafosskvosina þar sem Gaui Litli tók á móti þeim og sýndi þeim kvikmyndastúdíó og menningarstarfsemina í kvosinni. Litið var við í upptökustúdíói Sigur Rósar, hnífasmiður og fleira handverksfólk heimsótt.  Í kvöld ætlar hópurinn að ganga á Esjuna í fylgd íslenskra Hjálparsveitaskáta og viðburðaríkum degi lýkur svo undir miðnætti með varðaldasöng og heitu kakói fyrir svefninn.

Hápunktur leiðangursins er svo á morgun þegar hópurinn heimsækir Gljúfrastein, kynnir sér lífshlaup og Halldórs Laxness, kryfur sögur Nóbelsskáldsins og þræðir gönguslóðir Kiljans í túnfætinum og upp að Helgufossi.

Á föstudag heldur hópurinn að Úlfljótsvatni þar sem hann hittir yfir 3000 skátasystkini sín úr hinum 52 leiðöngrum Roverway-skátamótsins og tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá fram á þriðjudag í næstu viku.

Mynd Stefanía G Jónsdóttir
Mynd Stefanía G Jónsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir