Tékkland hættir þátttöku í Evróvisjón

Atriði Tékka í Rússlandi í vor.
Atriði Tékka í Rússlandi í vor. Reuters

Nú hafa Tékkar fengið sig fullsadda á Evróvisjón-söngvakeppninni og hafa ákveðið að hætta þátttöku í henni. Þeir munu því ekki senda lag í keppnina á næsta ári.

Landið tók fyrst þátt í keppninni árið 2007 en talsmaður tékkneska ríkissjónvarpsins segir að ekki hafi tekist að skapa nægan áhuga á henni á þeim stutta tíma til að það svaraði kostnaði.

Framlag Tékklands á þessu ári, lagið stórundarlega Super Gipsy, komst ekki upp úr undankeppninni og fékk reyndar ekki eitt einasta stig. Það er í fyrsta skipti í fimm ár sem lag fær 0 stig eftir símakosningu. Hljómsveitin Gipsy.cz, er flutti lagið, tapaði töluverðum vinsældum og hefur átt undir högg að sækja í tékkneskum fjölmiðlum. Eins og margir muna klæddist söngvari sveitarinnar rauðum ofurmannsbúningi með stöfunum SG á bringunni til þess að veiða atkvæði Evrópubúa, en allt kom fyrir ekki.

Reyndar hefur Tékkland aldrei komist upp úr undankeppninni, sem gæti útskýrt hvers vegna svo fáir Tékkar hafa fylgst með úrslitunum.

Slóvakía, nágrannaþjóð Tékklands, sneri aftur í Evróvisjón í ár eftir ellefu ára fjarveru. Þar í landi höfðu vinsældir keppninnar aukist þrátt fyrir að þjóðin hefði ekki átt lag í henni lengi. Hún komst ekki heldur í úrslit í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka