Arabískur montrass í vanda

Abdullah konungur Saudi-Arabíu ásamt Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Abdullah konungur Saudi-Arabíu ásamt Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Reuters

Maður frá Saudi-Arabíu sem gortaði sig af kynlífsreynslu sinni í sjónvarpsútsendingu hefur nú tárvotur beðist afsökunar. Að sögn fjölmiðla í Saudi-Arabíu eru yfirvöld nú að íhuga að kæra manninn. Þetta kemur fram á vef BBC.

Mazen Abdul Jawad talaði um kynferðislega landvinninga sína og sagði  m.a. að þeir hefðu hafist með nágrannastúlku þegar hann var 14 ára gamall. Kynlífsiðkun fyrir hjónaband er bönnuð með lögum í Saudi-Arabíu og gæti Jawad átt yfir höfði sér fangelsisrefsingu eða hýðingar.

Saudi-Arabía er íhaldssamasta ríkið í Arabaheiminum. Brjóti fólk þar gríðarlega ströng íslömsk lög, t.d. með drykkju eða kynlífi fyrir hjónaband, er refsingin húðstrýking eða fangelsisvist.

Þessar reglur eru brotnar af heimamönnum sem aðkomumönnum en iðulega þegja menn yfir þessum myrkraverkum sínum til að komast hjá afleiðingum brotanna. 

Það er því óvenjulegt að maður frá Saudi-Arabíu komi fram í sjónvarpi og gorti sig af því að hafa vanvirt lögin ströngu. Jawad var í viðtali við líbönsku sjónvarpsstöðina LBC.  Hann lýsti því jafnframt hvernig hann studdist við Bluetooth-tækni til að seiða til sín arabískar konur. Stjórnvöld hafa reynt að banna slík tæki nákvæmlega af þeirri ástæðu.

Jawad íhugar nú víst að kæra sjónvarpsstöðina fyrir að „mistúlka“ skoðanir hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka