Þrír hollenskir listamenn hafa tekið ástfóstri við Húsavík án tengsla við bæinn. Rithöfundurinn Paul Sterk er nýbúinn að gefa út skáldsögu þar sem eru minningar hans úr Húsavíkurheimsókn fyrir mörgum árum. Þá hafa tónlistarmennirnir hollensku Jason Kohnen og Maurits Westerik gefið út tíu laga plötu með tónlist í anda Sigur Rósar. Platan var tekin upp undir áhrifum af hvalaskoðunarferð. „Þessir listamenn eru meðal þeirra fjölmörgu sem hafa heillast af Húsavík,“ segir Erla Sigurðardóttir hjá Hvalasafninu á Húsavík. Sterk les upp úr bók sinni á Húsavík nk. laugardag og tónlistarmennirnir eru sömuleiðis væntanlegir.