Lundanum reddað

mbl.is/Sigurgeir

Lunda­karl­ar komu að landi í dag en sá tími sem veiða mátti lunda, er nú á enda. Aðeins mátti veiða í 5 daga þetta sum­arið. Venju­lega stend­ur lunda­tím­inn frá 1. júlí til 15. ág­úst.

Síðustu 3-4 ár hef­ur hins veg­ar margt breyst í at­ferli lund­ans þannig að varp hef­ur veru­lega mis­far­ist. Lunda­veiði var því með minna móti og menn ugg­andi um að lunda mundi skorta á þjóðhátíð.

Það litla sem veidd­ist var þó verkað. Í gær keppt­ust lunda­karl­arn­ir í Álsey við að ham­fletta, til að koma fugl­in­um sem fyrst í reyk svo lang­tíma­hefð hald­ist, reykt­ur lundi á þjóðhátíð. 

Þá hafa lunda­veiðimenn um land allt lagt Eyja­mönn­um lið þannig að næg­ur lundi verður í boði í Daln­um til að standa und­ir Þjóðhátíðar­hefðinni.

„Gríms­ey­ing­ar, Skag­f­irðing­ar og Hús­vík­ing­ar, það hjálpa okk­ur all­ir. Meira að segja hef­ur komið lundi frá Vig­ur, þannig að þetta kem­ur alls staðar af land­inu," seg­ir Magnús Braga­son í Vest­manna­eyj­um í viðtali við eyj­ar.net en Magnús hef­ur verkað og reykt lunda fyr­ir Þjóðhátíð und­an­far­in ár.

„Þetta er samstaða lands­manna, ætli það sé ekki krepp­an, hún er búin að þjappa okk­ur sam­an,“ seg­ir Magnús enn­frem­ur.

mbl.is/​Sig­ur­geir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ættir að fá tækifæri til ferðalaga og framhaldsmenntunar á næstunni. Forðastu að dragast inn í atburðarás sem í raun kemur þér ekkert við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ættir að fá tækifæri til ferðalaga og framhaldsmenntunar á næstunni. Forðastu að dragast inn í atburðarás sem í raun kemur þér ekkert við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir