Hrun Michael Moore á Feneyjahátíðinni

Michael Moore.
Michael Moore. AP

Ný mynd Michael Moore um kreppuna og fjármálahrunið mun verða á dagskrá í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum um Gullna ljónið ásamt frumraun bandaríska tískuhönnuðarins Tom Ford um Einhleypa manninn eftir sögu Christopher Isherwood frá 1964.

Skipuleggjendur segja valið nú eitthvert hið óvenjulegasta og óvæntasta frá upphafi.

Alls munu tuttugu og fjórar myndir keppa um aðalverðlaunin, þar á meðal mynd Moore's - Kapítalismi: Ástarsaga. Frumraun Tom Ford er hins vegar með Colin Firth og Julianne Moore í aðalhlutverkum.

Meðal annara mynd má nefna Baaria, ástarsögu í leikstjórn Giuseppe Tornatore, sem gerði Cinema Paradiso, og gerist á Sikiley. Myndin er fyrsta ítalska opnunarmynd hátíðarinnar í tvo áratugi.

Alls verða rösklega 80 myndir sýndar á hátíðinni, en formaður dómnefndar er leikstjórinn Ang Lee, hinn tælenski leikstjóri Brokeback Mountain. Fjölbragðaglímukappinn með bandaríska leikaranum Mickey Rourke vann Gullna Ljónið í fyrra.

Að þessu sinni er engin norræn kvikmynd í aðalflokknum en rétt er að taka fram að 25. myndin í aðalkeppninni er leynigestur sem tilkynntur verður þegar hátíðin er hafin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir