Stolin stef í Ástralíu

Men At Work eiga yfir höfði sér málshöfðun vegna stolinna …
Men At Work eiga yfir höfði sér málshöfðun vegna stolinna stefa.

Útgáfufyrirtækið Larrikin hefur kært áströlsku popphljómsveitina Men At Work fyrir brot á höfundarréttarlögum. Flautustefið í lagi þeirra Down Under mun hafa verið samið af skátaforingja 47 árum áður en Down Under sló í gegn.

Skátalagið Kookaburra Sits in the Old gum Tree var samið af Marion Sinclair fyrir stúlknaskátana 1934 en Men At Work halda því fram að hún hafi ekki fært útgáfuréttinn yfir á Larrikin áður en hún lést 1988.

Samkvæmt fréttavef BBC hefur dómari í Sydney staðfest að Larrikin eigi í raun útgáfuréttinn að skátalaginu og hefur þar með gert útgáfufyrirtækinu kleift að fara í mál við hjómsveitina vegna vangoldinna stefgjalda.

Í tónlistarspurningaþætti í ástralska sjónvarpinu, svipuðum Popppunkti, kom fram að þarna væri sama stefið á ferðinni og í kjölfarið hóf Larrikin útgáfan málshöfðun sína.

Lagið Down Under segir frá bakpokaferðalang sem ferðast um heiminnn og í því er t.d. vísað til vinsælda Vegemite sem er ástralskt álegg.

Í laginu segir: „I said 'do you speak my language?', he just smiled and gave me a Vegemite sandwich,"


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka