Stolin stef í Ástralíu

Men At Work eiga yfir höfði sér málshöfðun vegna stolinna …
Men At Work eiga yfir höfði sér málshöfðun vegna stolinna stefa.

Útgáfufyrirtækið Larrikin hefur kært áströlsku popphljómsveitina Men At Work fyrir brot á höfundarréttarlögum. Flautustefið í lagi þeirra Down Under mun hafa verið samið af skátaforingja 47 árum áður en Down Under sló í gegn.

Skátalagið Kookaburra Sits in the Old gum Tree var samið af Marion Sinclair fyrir stúlknaskátana 1934 en Men At Work halda því fram að hún hafi ekki fært útgáfuréttinn yfir á Larrikin áður en hún lést 1988.

Samkvæmt fréttavef BBC hefur dómari í Sydney staðfest að Larrikin eigi í raun útgáfuréttinn að skátalaginu og hefur þar með gert útgáfufyrirtækinu kleift að fara í mál við hjómsveitina vegna vangoldinna stefgjalda.

Í tónlistarspurningaþætti í ástralska sjónvarpinu, svipuðum Popppunkti, kom fram að þarna væri sama stefið á ferðinni og í kjölfarið hóf Larrikin útgáfan málshöfðun sína.

Lagið Down Under segir frá bakpokaferðalang sem ferðast um heiminnn og í því er t.d. vísað til vinsælda Vegemite sem er ástralskt álegg.

Í laginu segir: „I said 'do you speak my language?', he just smiled and gave me a Vegemite sandwich,"


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir