Dómnefndir hífðu Ísland upp um tvö sæti

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir keppti fyrir Íslands hönd í Moskvu.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir keppti fyrir Íslands hönd í Moskvu. AP

Glæsilegur árangur Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor er Íslendingum enn í fersku minni, en sem kunnugt er hafnaði lagið Is it True, í flutningi Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur, í öðru sæti. Hefði símakosningin aðeins verið tekin gild hefði lagið hins vegar hafnað í fjórða sæti.

Búið er að kryfja niðurstöður símakosningarinnar og dómnefndanna til mergjar og nú er hægt er að skoða þær hvora í sínu lagi á vefsíðu söngvakeppninnar.

Sem fyrr segir þá hefði Ísland hafnað í fjórða sæti ef símakosningin ein og sér hefði ráðið för. Noregur hefði sigrað, Aserbaídsjan hafnað í öðru sæti og Tyrkland í því þriðja.

Skv. niðurstöðum dómnefndanna hafnaði Ísland í öðru sæti, líkt og varð raunin í Moskvu í maí. Norðmenn höfnuðu í fyrsta sæti hjá dómnefndunum og Bretar í því þriðja, en Bretar enduðuí fimmta sæti þegar allt var tekið saman.

Framan af sögu keppninnar sáu dómnefndir um að velja sigurlönd og títt rætt um það að samsæri réði því hverjir sigruðu. Fyrir rúmum áratug var almenningi svo gefinn kostur á að greiða atkvæði í gegnum símkerfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar