Geimskrímslin snúa aftur

Ridley Scott.
Ridley Scott.

Breski leik­stjór­inn Ridley Scott hyggst leik­stýra nýrri kvik­mynd um geimskrímsl­in sem sáust fyrst árið 1979 í kvik­mynd­inni Alien. Kvik­mynd­in á að ger­ast á und­an þeirri fyrstu, sem var í leik­stjórn Scotts. Kvik­mynda­tíma­ritið Variety grein­ir frá þessu. 

Fyrsta mynd­in þykir vera svo­kölluð „költ klass­ík“ og hafa þrjár fram­halds­mynd­ir litið dags­ins ljós und­an­farna þrjá ára­tugi. Hafa fræg­ir og virt­ir kapp­ar á borð við leik­stjór­ana James Ca­meron og Dav­id Fincher verið spor­göngu­menn Scotts, sem hef­ur hins veg­ar ekki verið viðriðinn fram­halds­mynd­irn­ar.

Scott, sem er 71 árs, vinn­ur nú að gerð nýrr­ar kvik­mynd­ar um Hróa Hött.

Hann hef­ur ekki gert vís­inda­trylli frá ár­inu 1982, en þá leik­stýrði hann Harri­son Ford í Bla­de Runner.

Sigourney Weaver lék aðalhlutverkið í Alien og þremur framhaldsmyndum sem …
Sigour­ney Wea­ver lék aðal­hlut­verkið í Alien og þrem­ur fram­halds­mynd­um sem fylgdu í kjöl­farið. Hér sést hún í þeirri fyrstu.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant