Grafhýsi Genghis Khan í sýndarveruleika

Genghis Khan.
Genghis Khan.

Áttahundruð árum eftir dauða Gengis Khan, leiðtoga mongólska heimsveldisins, víðfeðmasta samfellda heimsveldi sögunnar, ætla vísindamenn að freista þess að leita uppi glatað grafhýsi hans með notkun nýjustu tækni á svið myndgreininga. Þessi goðsagnakenndi foringi var greftraður af mikilli leynd  í ómerktri gröf í Mongólíu 1227.

Krafa Genghis Khan um að vera lagður í ómerkta gröf var að siðvenju ættbálks hans. Eftir dauða hans var lík hans flutt aftur til Mongólíu að fæðingarstað hans í Khentii Aimag. Margir telja að þar hafi hann verið borinn til grafar nálægt Ononfljóti og Burkhan Khaldum fjallgarðinum.

Þjóðsagan segir að þeir sem í líkfylgdinni voru hafi drepið hvern þann sem varð á vegi hennar til að leyna greftrunarstað leiðtoga síns og árfarveginum verið breytt og veitt yfir gröfina til að ómögulegt væri að finna hana (svipað og sagt er að hafi verið gert með Gilgamesh konung Súmera og Atla Húnakonung).

Nú vonast vísindamðurinn Yu-Min Lin Lin og nokkrir starfsbræður - þar á meðal Maurizio Seracini, maðurinn á bak við leitina að hinni horfnu veggmynd Leonardo da Vinci „Orustan við Anghiari“ - að nota nýjustu mynd- og greiningatækni sem tiltæk er hjá California Institute for Telecommuncations and Information Technology að geta staðsett gröfina og gert fornleifafræðilega greiningu á svæðinu þar sem Genghis Khan er grafinn án þess valda neinu raski.

Strax eftir dauða Khans 1227 var greftrunarsvæðið lýst forboðið land af varðmönnum keisarans, og seinna á tuttugustu öld einnig af setuliði Rússa sem bönnuðu Mongólum að nefna Genghis Khan á nafn af ótta við hann vekti með þjóðinni þjóðerniskennd sem gæti leitt til uppreisnar.

Lin vonast til að geta teiknað upp grafhýsið og síðan endurskapað það í sýndarveruleika með margvíslegri tiltækri hátækni á þessu sviði, að því fram kemur í upplýsingum hjá Kaliforníuháskóla í San Diego.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar