Mynd Dags Kára frumsýnd í Toronto

Dagur Kári
Dagur Kári

Kvik­mynd­in „The Good Heart“ eft­ir Dag Kára Pét­urs­son verður heims­frum­sýnd á Toronto kvik­mynda­hátíðinni þann 11. sept­em­ber næst­kom­andi. Mynd­in verður sýnd í „Special presentati­on“ flokkn­um og kepp­ir þar til verðlauna.

Aðrir leik­stjór­ar í flokkn­um í ár eru meðal ann­ars Coen bræður, spænski leik­stjór­inn Pedró Almodóvar, þýski leik­stjór­inn Werner Herzog og danski leik­stjór­inn Lone Scherfig.
 
Með aðal­hlut­verk í The Good Heart fara þau Bri­an Cox (Troy, Bour­ne Supremacy, Zodiac), Paul Dano (Little Miss Suns­hine, Th­ere Will Be Blood) og Isild Le Besco (Á tout de suite, Pas douce).
 
Mynd­in fjall­ar um hinn geðstirða bar­eig­anda Jacqu­es (Bri­an Cox) sem hef­ur fimm sinn­um fengið hjarta­áfall. Á dvöl sinni á sjúkra­húsi hitt­ir hann Lucas (Paul Dano) sem er heim­il­is­laus ung­ur maður. Jacqu­es ákveður að taka Lucas und­ir sinn vernd­ar­væng með það fyr­ir aug­um að hann taki við rekstri bars­ins. Allt geng­ur að ósk­um þar til dag einn þegar  hin ölvaða flug­freyja, April, (Isild Le Besco) ramb­ar af til­vilj­un inn á bar­inn með ófyr­ir­sjá­an­leg­um af­leiðing­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Zik Zak kvik­mynd­ir en fé­lagið hef­ur unnið að fram­leiðslu The Good Heart í 6 ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Ef þú ert óöruggur um stöðu mála skaltu gefa þér tíma til að endurskoða þau. Treystu á sjálfan þig og þá munu aðrir treysta þér líka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Ef þú ert óöruggur um stöðu mála skaltu gefa þér tíma til að endurskoða þau. Treystu á sjálfan þig og þá munu aðrir treysta þér líka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason