Sir Paul í helgan stein?

Paul McCartney á tónleikum í New York nýlega.
Paul McCartney á tónleikum í New York nýlega. Reuters

Fullyrt er að Sir Paul McCartney sé að undirbúa að setjast í helgan stein en hann er orðinn 67 ára að aldri. Er sagt að Paul sé að undirbúa kveðjutónleikaferð um heiminn á næsta ári og muni þá koma fram á stöðum þar sem hann hefur aldrei haldið tónleika áður.

Breska blaðið The Sun hefur eftir heimildarmönnum, að Sir Paul sé að kanna hvort hann geti haldið tónleika á Torgi hins himneska friðar í Peking og á svæðinu við Checkpoint Charlie í Berlín þar sem hlið var á milli borgarhlutanna í kalda stríðinu. Blaðið segir, að þegar sé búið að ákveða tónleika í Brasilíu í apríl.

The Sun hefur eftir heimildarmanni, að Paul geri sér grein fyrir því, að þetta verði væntanlega síðasta tónleikaferð hans og hann vilji því að hún verði eftirminnileg. Ferðin muni væntanlega standa í ár og þegar henni lýkur verði stutt í áttræðisaldurinn.

Sir Paul heldur sér hins vegar vel. Hópur Íslendinga sótti nýlega tónleika McCartneys í Halifax í Kanada. Ingólfur Margeirsson, einn þeirra sem hlýddi á Bítilinn fyrrverandi, skrifaði grein í Morgunblaðið um ferðina og sagði m.a. að það hefði komið sér mjög á óvart hve Paul færi auðveldlega með að syngja háu nóturnar í erfiðum rokklögum sínum. Þá hefði það vakið undrun gesta, að Paul hefði ekki tekið hlé heldur keyrt tónleikana látlaust áfram. Flestir hefðu verið  sammála um að hápunktur kvöldsins hefði verið þol og úthald hins 67 ára Bítils.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar