Hjartans þakkir á Akureyri

Hafið hjartans þökk! Lokaatriðið á Akureyrarvelli í kvöld var einfalt …
Hafið hjartans þökk! Lokaatriðið á Akureyrarvelli í kvöld var einfalt en fallegt. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Formlegri dagskrá Einnar með öllu lauk á tólfta tímanum með sparitónleikum á Akureyrarvelli. Talið er að hátt í 5000 manns hafi verið á svæðinu, þrátt fyrir að nokkuð rigndi síðdegis. En fólk lét bleytuna ekki á sig fá og skemmti sér greinilega vel. Dagskránni lauk með eldheitum hjartans þökkum!

Fjölmargir listamenn koma fram á sparitónleikunum, sem Margrét Blöndal kallaði svo; m.a. Páll Óskar, Sigga Beinteins og hljómsveit, Bryndís Ásmundsdóttir og barnastjörnurnar í akureyrsku hljómsveitinni Bravó, sem hafa ekki komið fram á Akureyri í 44 ár. Hápunktur ferils Bravó var þegar sveitin spilaði með Kinks í Austurbæjarbíói en strákarnir voru þá 12 ára.

Hljómsveitin Mannakorn spilaði síðust; Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson og félagar buðu upp á öll sín bestu og þekktustu lög og í þann mund er þeir hættu gekk hópur fólks inn á miðjan völl, myndaði hjarta - hið nýja tákn Akureyrar - og kveikti á blysum. Flugeldasýningin í lok Einnar með öllu í fyrra var stórbrotin og eftirminnileg en lokaathöfnin nú var mjög í anda dagsins í dag. Einföld og ódýr. Látlaus, en þó mjög falleg. „Það er greinilega alveg hægt að gera flotta hluti án þess að eiga fullt af peningum,“ sagði einn vallargesta í kvöld við blaðamann Morgunblaðsins, yfir sig hrifinn.

Hljómsveitin Bravó á Akureyrarvelli í kvöld; Kristján Guðmundsson, Gunnar Ringsted, …
Hljómsveitin Bravó á Akureyrarvelli í kvöld; Kristján Guðmundsson, Gunnar Ringsted, Sævar Benediktsson og Þorleifur Jóhannsson. Með þeim eru Þorgeir Ástvaldsson, Ari Jónsson og Brynleifur Hallsson. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir