Mynd 1 af 41Í Blómabúð Akureyrar gat fólk valið hvaða rós því fannst fallegust. Sara skoðar úrvalið í dag.mbl.is/Skapti
Mynd 2 af 41Margt var til sölu á markaðnum á Ráðhústorgi í dag. Þessi kona velti því fyrir sér að kaupa sér nýja skó.mbl.is/Skapti
Mynd 3 af 41Í Blómabúð Akureyrar gat fólk valið hvaða rós því fannst fallegust. Þessi tegund er kölluð Sigurrós.mbl.is/Skapti
Mynd 4 af 41Markaður var á Ráðhústorginu í dag. Sandra sat við Landsbankadyrnar og bauð ýmsan varning til sölu, vinkonur hennar, Alma og Birna kíktu í heimsókn og pabbi Söndru smellti af þeim mynd.mbl.is/Skapti
Mynd 5 af 41Það var vel við hæfi að hafa gamla peningaseðla til sýnis á sölubásnum við Landsbankadyrnar.mbl.is/Skapti
Mynd 6 af 41Fullorðnir og börn komu saman í Minjasafnsgarðinum um hádegisbil í dag. Þannig hefur reyndar verið alla helgina hvarvetna þar sem eitthvað er í boði í bænum; Ein með öllu stendur undir nafni sem fjölskylduhátíð. Samverustundin í Minjasafnsgarðinum kallaðist Vor Akureyri og hugurinn hvarflaði aftur í tímann; í boði voru m.a. pylsur með rauðkáli ásamt öðru hefðbundnara meðlæti.mbl.is/Skapti
Mynd 7 af 41Bryddað var upp á þeirri skemmtilegu nýjung á Einni með öllu í fyrra að bjóða upp á rauðkál með pylsunum; sá siður er eingöngu akureyrskur að því best er vitað og löngu aflagður. Nema um Verslunarmannahelgina.mbl.is/Skapti
Mynd 8 af 41Inga Dís Sigurðardóttir skellir rauðkáli á pylsu á samkomunni Vor Akureyri við Minjasafnið um hádegisbil í dag.mbl.is/Skapti
Mynd 9 af 41Helena Eyjólfsdóttir söng að sjálfsögðu fyrir viðstadda í Minjasafnsgarðinum í dag.mbl.is/Skapti
Mynd 10 af 41Saga Jónsdóttir tók nokkur lög við Minjasafnið.mbl.is/Skapti
Mynd 11 af 41Fortíðarþráin - nostalgían felst m.a. í flösku af appelsínudrykknum Valash, sem framleiddur var á Akureyri fyrir margt löngu. Margir tæmdu eina flösku í dag.mbl.is/Skapti
Mynd 12 af 41Ýmsir tónlistarmenn tóku lagið við Minjasafnið um hádegisbil í dag; fyrstur söng Rafn Sveinsson við undirleik Gunnars Tryggvasonar - og byrjaði að sjálfsögðu á laginu Magga, til heiðurs Margréti Blöndal, skipuleggjanda hátíðarinnar Einnar með öllu.mbl.is/Skapti
Mynd 13 af 41Samkoman í Minjasafnsgarðinum um hádegisbil í dag var kölluð Vor Akureyri. Margir lögðu leið sína þangað, hlýddu á tónlist og fengu sér jafnvel pylsu með rauðkáli og Valash.mbl.is/Skapti
Mynd 14 af 41Fjöldi fólks kom í Minjasafnsgarðinn í dag; þáði pylsu og Valash og hlýddu á skemmtilega tónlist í fallegu umhverfi.mbl.is/Skapti
Mynd 15 af 41Fólk á öllum aldri skemmti sér saman á Ráðhústorginu á laugardagskvöldið; mikið var um að foreldrar kæmu þangað með börn sín.mbl.is/Skapti
Mynd 16 af 41Magnús Jónsson og Bryndís Ásmundsdóttir sungu lag úr söngleiknum Rocky Horror á Ráðhústorginu á laugardagskvöld. Leikfélag Akureyrar sýnir verkið næsta vetur og fer Magnús með aðalhlutverkið, Frank N. Furter.mbl.is/Skapti
Mynd 17 af 41Ungur aðdáandi Hjálma fékk að taka í hönd Sigurðar hljómborðsleikara Guðmundssonar í miðju lagi á Ráðhústorginu á laugardagskvöld. Ekkert mál!mbl.is/Skapti
Mynd 18 af 41Hljómsveitin Von var á meðal þeirra sem léku á Ráðhústorginu á laugardagskvöld, ásamt Sjonna Brink, Heiðu Ólafsdóttur og Einari Ágústi.mbl.is/Skapti
Mynd 19 af 41Fólk á öllum aldri skemmti sér saman á Ráðhústorginu á laugardagskvöld; mikið var um að foreldrar kæmu þangað með börn sín.mbl.is/Skapti
Mynd 20 af 41Sjonni Brink og Heiða Ólafsdóttir syngja með Von á torginu á laugardagskvöldið.mbl.is/Skapti
Mynd 21 af 41Er þetta ekki næntís tískan? ABBA er þema Einnar með öllu í ár og sumar stúlkur mættu í viðeigandi búnaði á Ráðhústorgið á laugardagskvöld.mbl.is/Skapti
Mynd 22 af 41Inga Eydal og Margrét Blöndal voru klæddar í anda hátíðarinnar Einnar með öllu um miðjan laugardaginn, en þemað þetta árið er sænska hljómsveitin ABBA og tónlist hennar.mbl.is/Skapti
Mynd 23 af 41Karitas, sem sigraði í söngkeppni á Ráðhústorginu um miðjan laugardaginn, syngur eitt lag eftir að úrslitin voru tilkynnt.mbl.is/Skapti
Mynd 24 af 41Þessir litlu stúlkur voru meðal fjölda fólks á Ráðhústorginu um miðjan laugardaginn.mbl.is/Skapti
Mynd 25 af 41Skemmtun var á Ráðhústorginu síðdegis á laugardaginn. Þar voru ABBA lög í öndvegi; Sigurður Þ. Gunnarsson útvarpsmaður á Voice söng eitt lag með Hvanndalsbræðrum.mbl.is/Skapti
Mynd 26 af 41Þegar síðasta ABBA lag dagsins hljómaði á Ráðhústorginu um miðjan laugardaginn - Evróvisjón sigurlagið Waterloo - opnaðist brunnur undir Ráðhústorginu, eins og það var kallað; unga fólkið stóðst ekki mátið og stökk í gegnum úðann.mbl.is/Skapti
Mynd 27 af 41Gestir og gangandi nutu lífsins í Lystigarðinum á Akureyri í hádeginu á laugardaginn.mbl.is/Skapti
Mynd 28 af 41Gestir og gangandi nutu lífsins í Lystigarðinum í hádeginu á laugardaginn. Þarna eru systkinin Poki og Pína pokastelpa í pokahlaupi en leikhópurinn 2 plús 1 sett upp skemmtilegan leikþátt fyrir börnin.mbl.is/Skapti
Mynd 29 af 41Gestir og gangandi nutu lífsins í Lystigarðinum í hádeginu á laugardaginn.mbl.is/Skapti
Mynd 30 af 41Lúðvík Áskelsson og Aðalheiður Ósk Sigfúsdóttir voru þjóðleg og mættu með hrísgrjónagraut í lautarferðina í Lystigarðinum í hádeginu á laugardaginn.mbl.is/Skapti
Mynd 31 af 41Krakkarnir höfðu gaman af því að leika sér í heyinu.mbl.is/Skapti
Mynd 32 af 41Foreldrar og börn skemmtu sér konunglega á hlöðuballinu á föstudagskvöldið.mbl.is/Skapti
Mynd 33 af 41Hlöðuball í Rýminu, sem áður hét Dynheimar, á föstudagskvöldið. Hólmar Svansson og Þórhallur Jónsson, fyrrverandi diskótekarar í Dynheimum, sáu um tónlistina. Hólmar og Eyrún eiginkona hans stjórnuðu marseringunni. mbl.is/Skapti
Mynd 34 af 41Starri Bernharðsson býr í París en foreldrarnir, sem eru Akureyringar, eru í heimsókn í bænum.mbl.is/Skapti
Mynd 35 af 41Ungur tónleikagesetur biður um óskalag í Akureyrarkirkju á föstudagskvöldið. Óskar Pétursson tenór og organistinn Eyþór Ingi Jónsson komu þar fram á óskalagatónleikum. Kirkjan var troðfull og stemningin góð.mbl.is/Skapti
Mynd 36 af 41Óskar Pétursson tenór og organistinn Eyþór Ingi Jónsson komu fram á óskalagatónleikum í Akureyrarkirkju á föstudagskvöldið. Kirkjan var troðfull og stemningin góð.mbl.is/Skapti
Mynd 37 af 41Rigning var á Akureyri síðdegis og undir kvöld en fólk lét það ekki aftra sér frá sparitónleikunum, sem svo voru kallaðir, á Akureyrarvelli í kvöld. Sumir bjuggu sig amk eftir aðstæðum.mbl.is/Skapti
Mynd 38 af 41Góð stemning var á sparitónleikunum á Akureyrarvelli. Áætlað er að eitthvað á fimmta þúsund manns hafi verið á staðnum. Þessi léku sér við það, á milli laga, að blása sápukúlur.mbl.is/Skapti
Mynd 39 af 41Formlegri dagskrá Einnar með öllu lauk með sparitónleikum, sem svo voru kallaðir, á Akureyrarvelli í kvöld. Ekki var boðið upp á flugeldasýningu að þessu sinni, en hópur fólks myndaði hjarta - hið nýja tákn Akureyrar - á vellinum í lokin og kveikti á blysum.mbl.is/Skapti
Mynd 40 af 41Formlegri dagskrá Einnar með öllu lauk með sparitónleikum, sem svo voru kallaðir, á Akureyrarvelli í kvöld. Ekki var boðið upp á flugeldasýningu að þessu sinni, en hjarta - hið nýja tákn Akureyrar - var myndað í lokin og kveikt á blysum.mbl.is/Skapti
Mynd 41 af 41Formlegri dagskrá Einnar með öllu lauk með sparitónleikum, sem svo voru kallaðir, á Akureyrarvelli í kvöld. Ekki var boðið upp á flugeldasýningu að þessu sinni, en hópur fólks myndaði hjarta - hið nýja tákn Akureyrar - á vellinum í lokin og kveikti á blysum.mbl.is/Skapti
Hafið hjartans þökk! Lokaatriðið á Akureyrarvelli í kvöld var einfalt en fallegt.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Formlegri dagskrá Einnar með öllu lauk á tólfta tímanum með sparitónleikum á Akureyrarvelli. Talið er að hátt í 5000 manns hafi verið á svæðinu, þrátt fyrir að nokkuð rigndi síðdegis. En fólk lét bleytuna ekki á sig fá og skemmti sér greinilega vel. Dagskránni lauk með eldheitum hjartans þökkum!
Fjölmargir listamenn koma fram á sparitónleikunum, sem Margrét Blöndal kallaði svo; m.a. Páll Óskar, Sigga Beinteins og hljómsveit, Bryndís Ásmundsdóttir og barnastjörnurnar í akureyrsku hljómsveitinni Bravó, sem hafa ekki komið fram á Akureyri í 44 ár. Hápunktur ferils Bravó var þegar sveitin spilaði með Kinks í Austurbæjarbíói en strákarnir voru þá 12 ára.
Hljómsveitin Mannakorn spilaði síðust; Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson og félagar buðu upp á öll sín bestu og þekktustu lög og í þann mund er þeir hættu gekk hópur fólks inn á miðjan völl, myndaði hjarta - hið nýja tákn Akureyrar - og kveikti á blysum. Flugeldasýningin í lok Einnar með öllu í fyrra var stórbrotin og eftirminnileg en lokaathöfnin nú var mjög í anda dagsins í dag. Einföld og ódýr. Látlaus, en þó mjög falleg. „Það er greinilega alveg hægt að gera flotta hluti án þess að eiga fullt af peningum,“ sagði einn vallargesta í kvöld við blaðamann Morgunblaðsins, yfir sig hrifinn.
Hljómsveitin Bravó á Akureyrarvelli í kvöld; Kristján Guðmundsson, Gunnar Ringsted, Sævar Benediktsson og Þorleifur Jóhannsson. Með þeim eru Þorgeir Ástvaldsson, Ari Jónsson og Brynleifur Hallsson.
mbl.is/Þorgeir Baldursson
Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.