Hjartans þakkir á Akureyri

Hafið hjartans þökk! Lokaatriðið á Akureyrarvelli í kvöld var einfalt …
Hafið hjartans þökk! Lokaatriðið á Akureyrarvelli í kvöld var einfalt en fallegt. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Formlegri dagskrá Einnar með öllu lauk á tólfta tímanum með sparitónleikum á Akureyrarvelli. Talið er að hátt í 5000 manns hafi verið á svæðinu, þrátt fyrir að nokkuð rigndi síðdegis. En fólk lét bleytuna ekki á sig fá og skemmti sér greinilega vel. Dagskránni lauk með eldheitum hjartans þökkum!

Fjölmargir listamenn koma fram á sparitónleikunum, sem Margrét Blöndal kallaði svo; m.a. Páll Óskar, Sigga Beinteins og hljómsveit, Bryndís Ásmundsdóttir og barnastjörnurnar í akureyrsku hljómsveitinni Bravó, sem hafa ekki komið fram á Akureyri í 44 ár. Hápunktur ferils Bravó var þegar sveitin spilaði með Kinks í Austurbæjarbíói en strákarnir voru þá 12 ára.

Hljómsveitin Mannakorn spilaði síðust; Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson og félagar buðu upp á öll sín bestu og þekktustu lög og í þann mund er þeir hættu gekk hópur fólks inn á miðjan völl, myndaði hjarta - hið nýja tákn Akureyrar - og kveikti á blysum. Flugeldasýningin í lok Einnar með öllu í fyrra var stórbrotin og eftirminnileg en lokaathöfnin nú var mjög í anda dagsins í dag. Einföld og ódýr. Látlaus, en þó mjög falleg. „Það er greinilega alveg hægt að gera flotta hluti án þess að eiga fullt af peningum,“ sagði einn vallargesta í kvöld við blaðamann Morgunblaðsins, yfir sig hrifinn.

Hljómsveitin Bravó á Akureyrarvelli í kvöld; Kristján Guðmundsson, Gunnar Ringsted, …
Hljómsveitin Bravó á Akureyrarvelli í kvöld; Kristján Guðmundsson, Gunnar Ringsted, Sævar Benediktsson og Þorleifur Jóhannsson. Með þeim eru Þorgeir Ástvaldsson, Ari Jónsson og Brynleifur Hallsson. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir