Mynd 1 af 41Í Blómabúð Akureyrar gat fólk valið hvaða rós því fannst fallegust. Sara skoðar úrvalið í dag.mbl.is/Skapti
Mynd 2 af 41Margt var til sölu á markaðnum á Ráðhústorgi í dag. Þessi kona velti því fyrir sér að kaupa sér nýja skó.mbl.is/Skapti
Mynd 3 af 41Í Blómabúð Akureyrar gat fólk valið hvaða rós því fannst fallegust. Þessi tegund er kölluð Sigurrós.mbl.is/Skapti
Mynd 4 af 41Markaður var á Ráðhústorginu í dag. Sandra sat við Landsbankadyrnar og bauð ýmsan varning til sölu, vinkonur hennar, Alma og Birna kíktu í heimsókn og pabbi Söndru smellti af þeim mynd.mbl.is/Skapti
Mynd 5 af 41Það var vel við hæfi að hafa gamla peningaseðla til sýnis á sölubásnum við Landsbankadyrnar.mbl.is/Skapti
Mynd 6 af 41Fullorðnir og börn komu saman í Minjasafnsgarðinum um hádegisbil í dag. Þannig hefur reyndar verið alla helgina hvarvetna þar sem eitthvað er í boði í bænum; Ein með öllu stendur undir nafni sem fjölskylduhátíð. Samverustundin í Minjasafnsgarðinum kallaðist Vor Akureyri og hugurinn hvarflaði aftur í tímann; í boði voru m.a. pylsur með rauðkáli ásamt öðru hefðbundnara meðlæti.mbl.is/Skapti
Mynd 7 af 41Bryddað var upp á þeirri skemmtilegu nýjung á Einni með öllu í fyrra að bjóða upp á rauðkál með pylsunum; sá siður er eingöngu akureyrskur að því best er vitað og löngu aflagður. Nema um Verslunarmannahelgina.mbl.is/Skapti
Mynd 8 af 41Inga Dís Sigurðardóttir skellir rauðkáli á pylsu á samkomunni Vor Akureyri við Minjasafnið um hádegisbil í dag.mbl.is/Skapti
Mynd 9 af 41Helena Eyjólfsdóttir söng að sjálfsögðu fyrir viðstadda í Minjasafnsgarðinum í dag.mbl.is/Skapti
Mynd 10 af 41Saga Jónsdóttir tók nokkur lög við Minjasafnið.mbl.is/Skapti
Mynd 11 af 41Fortíðarþráin - nostalgían felst m.a. í flösku af appelsínudrykknum Valash, sem framleiddur var á Akureyri fyrir margt löngu. Margir tæmdu eina flösku í dag.mbl.is/Skapti
Mynd 12 af 41Ýmsir tónlistarmenn tóku lagið við Minjasafnið um hádegisbil í dag; fyrstur söng Rafn Sveinsson við undirleik Gunnars Tryggvasonar - og byrjaði að sjálfsögðu á laginu Magga, til heiðurs Margréti Blöndal, skipuleggjanda hátíðarinnar Einnar með öllu.mbl.is/Skapti
Mynd 13 af 41Samkoman í Minjasafnsgarðinum um hádegisbil í dag var kölluð Vor Akureyri. Margir lögðu leið sína þangað, hlýddu á tónlist og fengu sér jafnvel pylsu með rauðkáli og Valash.mbl.is/Skapti
Mynd 14 af 41Fjöldi fólks kom í Minjasafnsgarðinn í dag; þáði pylsu og Valash og hlýddu á skemmtilega tónlist í fallegu umhverfi.mbl.is/Skapti
Mynd 15 af 41Fólk á öllum aldri skemmti sér saman á Ráðhústorginu á laugardagskvöldið; mikið var um að foreldrar kæmu þangað með börn sín.mbl.is/Skapti
Mynd 16 af 41Magnús Jónsson og Bryndís Ásmundsdóttir sungu lag úr söngleiknum Rocky Horror á Ráðhústorginu á laugardagskvöld. Leikfélag Akureyrar sýnir verkið næsta vetur og fer Magnús með aðalhlutverkið, Frank N. Furter.mbl.is/Skapti
Mynd 17 af 41Ungur aðdáandi Hjálma fékk að taka í hönd Sigurðar hljómborðsleikara Guðmundssonar í miðju lagi á Ráðhústorginu á laugardagskvöld. Ekkert mál!mbl.is/Skapti
Mynd 18 af 41Hljómsveitin Von var á meðal þeirra sem léku á Ráðhústorginu á laugardagskvöld, ásamt Sjonna Brink, Heiðu Ólafsdóttur og Einari Ágústi.mbl.is/Skapti
Mynd 19 af 41Fólk á öllum aldri skemmti sér saman á Ráðhústorginu á laugardagskvöld; mikið var um að foreldrar kæmu þangað með börn sín.mbl.is/Skapti
Mynd 20 af 41Sjonni Brink og Heiða Ólafsdóttir syngja með Von á torginu á laugardagskvöldið.mbl.is/Skapti
Mynd 21 af 41Er þetta ekki næntís tískan? ABBA er þema Einnar með öllu í ár og sumar stúlkur mættu í viðeigandi búnaði á Ráðhústorgið á laugardagskvöld.mbl.is/Skapti
Mynd 22 af 41Inga Eydal og Margrét Blöndal voru klæddar í anda hátíðarinnar Einnar með öllu um miðjan laugardaginn, en þemað þetta árið er sænska hljómsveitin ABBA og tónlist hennar.mbl.is/Skapti
Mynd 23 af 41Karitas, sem sigraði í söngkeppni á Ráðhústorginu um miðjan laugardaginn, syngur eitt lag eftir að úrslitin voru tilkynnt.mbl.is/Skapti
Mynd 24 af 41Þessir litlu stúlkur voru meðal fjölda fólks á Ráðhústorginu um miðjan laugardaginn.mbl.is/Skapti
Mynd 25 af 41Skemmtun var á Ráðhústorginu síðdegis á laugardaginn. Þar voru ABBA lög í öndvegi; Sigurður Þ. Gunnarsson útvarpsmaður á Voice söng eitt lag með Hvanndalsbræðrum.mbl.is/Skapti
Mynd 26 af 41Þegar síðasta ABBA lag dagsins hljómaði á Ráðhústorginu um miðjan laugardaginn - Evróvisjón sigurlagið Waterloo - opnaðist brunnur undir Ráðhústorginu, eins og það var kallað; unga fólkið stóðst ekki mátið og stökk í gegnum úðann.mbl.is/Skapti
Mynd 27 af 41Gestir og gangandi nutu lífsins í Lystigarðinum á Akureyri í hádeginu á laugardaginn.mbl.is/Skapti
Mynd 28 af 41Gestir og gangandi nutu lífsins í Lystigarðinum í hádeginu á laugardaginn. Þarna eru systkinin Poki og Pína pokastelpa í pokahlaupi en leikhópurinn 2 plús 1 sett upp skemmtilegan leikþátt fyrir börnin.mbl.is/Skapti
Mynd 29 af 41Gestir og gangandi nutu lífsins í Lystigarðinum í hádeginu á laugardaginn.mbl.is/Skapti
Mynd 30 af 41Lúðvík Áskelsson og Aðalheiður Ósk Sigfúsdóttir voru þjóðleg og mættu með hrísgrjónagraut í lautarferðina í Lystigarðinum í hádeginu á laugardaginn.mbl.is/Skapti
Mynd 31 af 41Krakkarnir höfðu gaman af því að leika sér í heyinu.mbl.is/Skapti
Mynd 32 af 41Foreldrar og börn skemmtu sér konunglega á hlöðuballinu á föstudagskvöldið.mbl.is/Skapti
Mynd 33 af 41Hlöðuball í Rýminu, sem áður hét Dynheimar, á föstudagskvöldið. Hólmar Svansson og Þórhallur Jónsson, fyrrverandi diskótekarar í Dynheimum, sáu um tónlistina. Hólmar og Eyrún eiginkona hans stjórnuðu marseringunni. mbl.is/Skapti
Mynd 34 af 41Starri Bernharðsson býr í París en foreldrarnir, sem eru Akureyringar, eru í heimsókn í bænum.mbl.is/Skapti
Mynd 35 af 41Ungur tónleikagesetur biður um óskalag í Akureyrarkirkju á föstudagskvöldið. Óskar Pétursson tenór og organistinn Eyþór Ingi Jónsson komu þar fram á óskalagatónleikum. Kirkjan var troðfull og stemningin góð.mbl.is/Skapti
Mynd 36 af 41Óskar Pétursson tenór og organistinn Eyþór Ingi Jónsson komu fram á óskalagatónleikum í Akureyrarkirkju á föstudagskvöldið. Kirkjan var troðfull og stemningin góð.mbl.is/Skapti
Mynd 37 af 41Rigning var á Akureyri síðdegis og undir kvöld en fólk lét það ekki aftra sér frá sparitónleikunum, sem svo voru kallaðir, á Akureyrarvelli í kvöld. Sumir bjuggu sig amk eftir aðstæðum.mbl.is/Skapti
Mynd 38 af 41Góð stemning var á sparitónleikunum á Akureyrarvelli. Áætlað er að eitthvað á fimmta þúsund manns hafi verið á staðnum. Þessi léku sér við það, á milli laga, að blása sápukúlur.mbl.is/Skapti
Mynd 39 af 41Formlegri dagskrá Einnar með öllu lauk með sparitónleikum, sem svo voru kallaðir, á Akureyrarvelli í kvöld. Ekki var boðið upp á flugeldasýningu að þessu sinni, en hópur fólks myndaði hjarta - hið nýja tákn Akureyrar - á vellinum í lokin og kveikti á blysum.mbl.is/Skapti
Mynd 40 af 41Formlegri dagskrá Einnar með öllu lauk með sparitónleikum, sem svo voru kallaðir, á Akureyrarvelli í kvöld. Ekki var boðið upp á flugeldasýningu að þessu sinni, en hjarta - hið nýja tákn Akureyrar - var myndað í lokin og kveikt á blysum.mbl.is/Skapti
Mynd 41 af 41Formlegri dagskrá Einnar með öllu lauk með sparitónleikum, sem svo voru kallaðir, á Akureyrarvelli í kvöld. Ekki var boðið upp á flugeldasýningu að þessu sinni, en hópur fólks myndaði hjarta - hið nýja tákn Akureyrar - á vellinum í lokin og kveikti á blysum.mbl.is/Skapti
Hafið hjartans þökk! Lokaatriðið á Akureyrarvelli í kvöld var einfalt en fallegt.
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Formlegri dagskrá Einnar með öllu lauk á tólfta tímanum með sparitónleikum á Akureyrarvelli. Talið er að hátt í 5000 manns hafi verið á svæðinu, þrátt fyrir að nokkuð rigndi síðdegis. En fólk lét bleytuna ekki á sig fá og skemmti sér greinilega vel. Dagskránni lauk með eldheitum hjartans þökkum!
Fjölmargir listamenn koma fram á sparitónleikunum, sem Margrét Blöndal kallaði svo; m.a. Páll Óskar, Sigga Beinteins og hljómsveit, Bryndís Ásmundsdóttir og barnastjörnurnar í akureyrsku hljómsveitinni Bravó, sem hafa ekki komið fram á Akureyri í 44 ár. Hápunktur ferils Bravó var þegar sveitin spilaði með Kinks í Austurbæjarbíói en strákarnir voru þá 12 ára.
Hljómsveitin Mannakorn spilaði síðust; Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson og félagar buðu upp á öll sín bestu og þekktustu lög og í þann mund er þeir hættu gekk hópur fólks inn á miðjan völl, myndaði hjarta - hið nýja tákn Akureyrar - og kveikti á blysum. Flugeldasýningin í lok Einnar með öllu í fyrra var stórbrotin og eftirminnileg en lokaathöfnin nú var mjög í anda dagsins í dag. Einföld og ódýr. Látlaus, en þó mjög falleg. „Það er greinilega alveg hægt að gera flotta hluti án þess að eiga fullt af peningum,“ sagði einn vallargesta í kvöld við blaðamann Morgunblaðsins, yfir sig hrifinn.
Hljómsveitin Bravó á Akureyrarvelli í kvöld; Kristján Guðmundsson, Gunnar Ringsted, Sævar Benediktsson og Þorleifur Jóhannsson. Með þeim eru Þorgeir Ástvaldsson, Ari Jónsson og Brynleifur Hallsson.
mbl.is/Þorgeir Baldursson