Landsliðsfyrirliði í hnapphelduna

Katrín Jónsdóttir og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson
Katrín Jónsdóttir og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson

Fótboltaparið Katrín Jónsdóttir og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson gengu í hjónaband á laugardag, en framundan eru annasamir dagar hjá fyrirliða kvennalandsliðsins, fyrst með Val og síðan Evrópukeppni landsliða í Finnlandi.

„Brúðkaupsdagurinn var fullkominn,“ segir Katrín. Hún segir að hann hafi hafist með golfmóti á golfvelli Mývatnssveitar, en vegna mismunandi hæfileika keppenda hafi keppnin dregist aðeins og því hafi verið styttri tími í undirbúning fyrir giftingarathöfnina en til hafi staðið. „Við vorum svolítið á síðasta snúningi en það er bara eins og við erum,“ segir hún.

Giftingin fór fram í blómagarði á Höfða í Mývatnssveit og síðan var boðið til veislu á Gamla við hliðina á Hótel Reynihlíð. „Við vorum einstaklega heppin með veður,“ segir Katrín. „Það hafði rignt í þrjár vikur en sólin skein þennan dag og svo er búið að rigna síðan.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar