Leikarinn Ryan O'Neal játaði í viðtali við bandaríska tímaritið Vanity Fair að hafa óvart reynt við dóttur sína Tatum við útför konu sinnar Farrah Fawcett. Hann sagðist ekki hafa þekkt dóttur sína í sjón og hélt sig vera bjóða ókunnugri sænskri konu upp í drykk.
Atvikið átti sér stað á meðan verið var að aka kistu Fawcett í burtu. Tatum kom þá að föður sínum og tók utan um hann. „Ég var bara að reyna að vera fyndinn fyrir framan ókunnuga sænska konu, og það var dóttir mín. Það er svo ógeðslegt,“ sagði O'Neal sem er 68 ára. Hann viðurkenndi í sama viðtali að hann væri afar lélegur faðir.
Einnig er rætt við hina 45 ára Tatum O'Neal í Vanity Fair. Hún segir þetta atvik sýna samband þeirra feðgina í hnotskurn. „Við höfðum ekki sést í nokkur ár, og hann hefur alltaf verið kvensamur.“