O'Neal gaf 11 ára syni sínum kókaín

Ryan O'Neal
Ryan O'Neal HAL GARB

Bandaríski leikarinn Ryan O'Neal á ekki sjö daganna sæla. Fyrst bárust fréttir af óviðeigandi hegðun hans í garð dóttur sinnar við útför Farrah Fawcett og nú hefur sonur hans Griffin bætt um betur. Í viðtali við sjónvarpsmanninn Larry King sagðist Griffin hafa verið 11 ára þegar faðir hans gaf honum kókaín.

"Ég var ellefu ára gamall þegar hann gaf mér kókaín og sagði okkur á leið að sjá langa kvikmynd sem nefnist Barry Lyndon. Hann sagði "Þetta er mjög löng kvikmynd. Kannski þetta hjálpi þér". Þetta myndi ég aldrei gera barni mínu," sagði Griffin O'Neal sem er 45 ára.

Samband feðgana hefur verið mjög stirt um áraraðir og var Griffin ekki við útför stjúpmóður sinnar, Fawcett. Árið 2007 þurfti að kalla til lögreglu vegna átaka þeirra í milli á heimili fjölskyldunnar í Kaliforníu.

Griffin sagðist einnig efast um að faðir sinn syrgði Fawcett nokkuð. Hann hafi tekið upp samband við hana að nýju eftir að hún greindi honum frá því að hún skammt eftir ólifað. "Eina markmið föður míns var að komast í erfðaskrána."

Ryan O'Neal við útför Farrah Fawcett.
Ryan O'Neal við útför Farrah Fawcett. MARIO ANZUONI
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir