Nýjar brasilískar sjónvarpsauglýsingar sem eiga að fá fólk til þess að spara vatn sýna fólk pissa í sturtunni.
Brasilísku umhverfisverndarsamtökin SOS Mata Atlantica segja að herferðin noti grín til þess að sannfæra fólk um að sturta sjaldnar niður.
Samtökin segja að ef eitt heimili minnki það hversu oft þar er sturtað niður daglega um bara eitt skipti sparist um 4.380 lítrar af vatni árlega. Talsmaður samtakanna segir að auglýsingin fjalli um alvarlegt mál í léttum tón.
Í auglýsingunni, sem er teiknimynd, má sjá persónur úr ólíkum stéttum, körfuboltaspilara, línudansara og jafnvel geimveru pissa í sturtunni.
Barnaraddir tala undir auglýsingunni sem endar á orðunum: Pissaðu í sturtunni! Bjargaðu regnskóginum!