Kúturinn Knútur fær kærustu

Ísbjörninn Knútur, sem um tíma var uppáhald heimsbyggðarinnar, mun brátt eignast vinkonu.

Tilvonandi kærasta Knúts heitir Gianna, tveggja ára birna af ítölskum ættum. Hún verður flutt frá Hellabrun dýragarðinum í Munchen í dýragarðinn í Berlín þar sem Knútur dvelur. Fyrsta stefnumót er áformað um miðjan september.

Heimsbyggðin tók ísbjarnarhúninn Knút nánast í fóstur þégar móðir hans yfirgaf hann. Knútur er nú tveggja ára en starfsmenn dýragarðsins segja að farið verði hægt í sakirnar. Knútur verði ekki kynþroska fyrr en eftir tvö ár og hjúunum verði gefinn nægur tími til að kynnast.

Tilvonandi kærasta Knúts, hin ítalska Gianna, á sína fortíð. Hún var áður í samneyti með Yoghi, 10 ára birni en sambandið gekk ekki upp. Því þurfti að skilja hjúin að.

Gianna var því flutt í búr með 32 ára birnu, Lisu að nafni en svo skemmtilega vill til að Lisa er amma Knúts litla.

Svona kom Knútur fyrst fyrir almennings sjónir 23. mars árið …
Svona kom Knútur fyrst fyrir almennings sjónir 23. mars árið 2007. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir