Páll Óskar Hjálmtýsson verður ekki með atriði á gleðigöngunni niður laugaveginn á Hinsegin dögum á morgun. Hann segist ætla að horfa á hana af gangstéttinni og njóta þess að horfa á en lofar að koma sterkur inn í gönguna á næsta ári.
„Ég kaus að vera ekki með í göngunni í ár því mér var boðið að vera með tónleika með Hjaltalín á opnunarhátíðinni og svo syng ég á Arnarhóli eftir gönguna og sé um Gay pride ballið á Nasa um kvöldið og það er alveg nóg!" sagði Páll Óskar í samtali við mbl.is
Nánar verður fjallað um Gleðigönguna í Morgunblaðinu á morgun.