Leonardo DiCaprio og Ridley Scott hyggjast búa til kvikmyndaaðlögun á vísindaskáldsögu Aldous Huxleys Veröld ný og góð. Þetta kemur fram á vef danskra dagblaðsins Politiken.
Leonardo DiCaprio ætlar framleiða myndina og mun hugsanleg líka leika eitt aðalhlutverkanna. Bókin Veröld ný og góð kom út 1932 en á að gerast árið 2540.
Ridley Scott mun leikstýra myndinni, en hann hefur þegar getið sér afar gott orð sem leikstjóri framtíðarsagna. Má í því samhengi bæði nefna Alien og Blade Runnar.
Veröld ný og góð hefur aldrei verið kvikmynduð áður, en gerð hefur verið eftir henni fleiri en ein sjónvarpssería.
Á vefnum hugi.is er fjallað um bók Hxleys. Þar kemur m.a. fram að sagan greini frá því er nýtt samfélag hafði risið upp úr rústum annars heims. „Alheimsríkið var orðið til, þar sem trúarbrögð og sagnfræði höfðu verið bönnuð sem og barneignir og ýmislegt annað. Í stað barneigna eru börn ræktuð í sérstökum líftækniverksmiðjum; þau eru öll klónuð glasabörn.
Allir eru skilyrtir til þess að falla í rétt samfélagsmynstur. Það er að segja, hver einn og einasti samfélagsþegn er heilaþveginn. Samfélagið er líka rammlega stéttarskipt. Í því eru fimm stéttir: alfa, beta, gamma, delta og epsilon. Lágstéttirnar (gamma, delta og epsilon) eru ræktaðar heimskari en hástéttirnar og eru heilaþvegnar þannig að þær una sér best við vinnu t.d. í kolanámu og vilja ekki önnur hlutskipti en þeim er ætlað.
Sagan greinir svo frá því þegar Bernard Marx og Lenina Crowne fara til verndarsvæðis í Nýju Mexíkó þar sem enn lifa ”villtir” menn. Þar hitta þau „villimanninn” John, en móðir hans, sem hafði verið beti, hafði fætt hann á verndarsvæðinu og verið þar í um tuttugu ár. Bernard Marx tekur hann með sér aftur til Lundúna þar sem villimaðurinn veldur miklum usla.“