Yfir 120 þúsund aðdáendur írsku rokksveitarinnar U2 munu mæta á tónleika sveitarinnar í Króatíu á hljómleikaför hennar, 360 Degree Tour um heiminn. Í gærkvöldi voru 63 þúsund gestir á tónleikum U2 í Zagreb í Króatíu og er von á álíka mörgum á tónleika U2 á sama stað í kvöld.
Yfir 40 þúsund aðdáendur U2 hafa komið til Zagreb undanfarna daga vegna tónleikanna. Um er að ræða Austurríkismenn, Ungverja, Slóvena, Serba, Bosníumenn, Slóvaka og Rúmena.
Zagreb er ein þeirra fimmtán borga sem U2 mun halda tónleika í á tónleikaför um heiminn. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Barcelona þann 30. ágúst en þeir síðustu verða í Vancouver í Kanada í lok október. Talið er að þegar tónleikaferðinni lýkur þá muni hljómsveitin hafa spilað fyrir um þrjár milljónir gesta.