Ljósalagið eftir Rúnar

Frá Ljósanótt á síðasta ári.
Frá Ljósanótt á síðasta ári. mbl.is/Víkurfréttir

Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátið Reykjanesbæjar verður haldin í 10. sinn dagana 3. - 6. september. Einkennislag hátíðarinnar, svonefnt Ljósalag hefur verið valið árlega frá árinu 2002 að undangenginni samkeppni en í ár hefur verið ákveðið að  að heiðra minningu Rúnars Júlíussonar með því að velja lag úr hans safni sem Ljósalag ársins.

Lagið Ég sá ljósið kom fyrst út á sólóplötu Rúnars 1976 og samdi hann bæði lag og texta. Lagið hefur verið sett í nýjan búning og er nú sungið af Sigurði Guðmundssyni. Um hljóðfæraleik sáu Baldur Þórir Guðmundsson, Björgvin Ívar Baldursson, Björn Árnason á bassa, Júlíus Freyr Guðmundsson og Þórir Baldursson. Upptaka fór fram í upptökuheimili Geimsteins.

Í tilefni af f 10 ára afmæli Ljósanætur verður gefinn út safndiskur með öllum ljósalögum hátíðarinnar frá upphafi auk þess sem diskurinn hefur að geyma lagið Gamli bærinn minn eftir Gunnar Þórðarson og Þorstein Eggertsson sem ávallt er flutt við lok flugeldasýningar Ljósanætur. Einnig er hægt að hlusta á ljósalög síðustu ára á vef hátíðarinnar:  ljosanott.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar