Innbrot hjá Benny og Guðunum

Benny Crespo's Gang á sviði. Magnús er til hægri.
Benny Crespo's Gang á sviði. Magnús er til hægri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hljóðfær­um og tækja­búnaði að and­virði tveim­ur millj­ón­um króna var ný­lega stolið úr æf­inga­hús­næði Benny Crespo's Gang og Veðurguðanna. Inn­brotsþjóf­ar komust inn í hús­næðið með því að spenna upp glugga og létu greip­ar sópa.

Bassa­leik­ari Benny Crespo's Gang, Magnús Øder, seg­ir bróðurpart­ur þýf­is­ins fund­inn en svo virðist sem þjóf­arn­ir hafi falið það í gámi skammt frá. „Við erum þannig séð búin að end­ur­heimta mest af þessu.“

Hljóðfær­in og tæk­in eru þó mikið skemmd en þeim virðist hafa verið hent út um sama glugga og þjóf­arn­ir komu inn um. Hann er á ann­arri hæð og hafði stein­ull verið komið fyr­ir und­ir glugg­an­um til að taka fallið af góss­inu. Það dugði ekki til fóru tæk­in og hljóðfær­in því illa þó eitt­hvað af þeim sé enn not­hæft.

Meðal þess sem eyðilagðist er for­láta hljóm­borð frá 9. ára­tugn­um sem erfitt eða ómögu­legt er að fá nú til dags. „Það er allt í döðlum,“ seg­ir Magnús.

Stuld­ur­inn upp­götvaðist í gær­morg­un þegar lög­regla hafði sam­band við hljóm­sveit­armeðlim vegna þess að gítarpedall merkt­ur hon­um fannst í grennd við æf­ing­ar­hús­næðið.

Magnús hef­ur aug­lýst eft­ir tækj­un­um á Face­book og víðar og fengið nokk­ur viðbrögð. Hann biður fólk að hafa sam­band við sig í síma 662-1112 geti það veitt upp­lýs­ing­ar um þýfið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Ástarævintýri með eldri eða ráðsettari manneskju er líklegra en ella núna. Deildu hæfileikum þínum með því að fá öðrum hnitmiðuð verkefni, þótt það sé í eigin þágu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Ástarævintýri með eldri eða ráðsettari manneskju er líklegra en ella núna. Deildu hæfileikum þínum með því að fá öðrum hnitmiðuð verkefni, þótt það sé í eigin þágu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason