Talið er að aðsóknarmet hafi verið sett á Wembley leikvanginum í gærkvöldi er 88 þúsund manns mættu á tónleika U2.
Eru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar á tónleikaför þeirra um heiminn sem nú stendur yfir. Er þetta fimm þúsund fleiri áhorfendur heldur en áður hafa mætt þar á tónleika. Var það á tónleikum Rod Stewart árið 1995.Er búist við öðrum eins fjölda á tónleika U2 á Wembley í kvöld en þá mun skoska sveitin Glasvegas hita upp fyrir írsku rokkarana.