Lagst til hvílu hjá Marilyn Monroe?

Marilyn Monroe
Marilyn Monroe DARREN STAPLES

Grafreitur við hliðina á grafhýsi leikkonunnar Marilyn Monroe er nú boðinn upp á vefsíðunni Ebay. Í hýsi á reitnum hvílir nú maður að nafni Richard Poncher en ekkja hans hyggst færa hann úr stað eftir 23 ára vist í von um að geta borgað af heimili sínu í Beverly Hills. Fyrsta boð er 500.000 dollarar, andvirði 63 milljóna íslenskra króna.

Elsie Poncher, ekkja Richards, segir að eiginmaður hennar hafi keypt reitinn af Joe DiMaggio, fyrrum eiginmanni Monroe, árið 1954. Ætlar hún að færa jarðneskar leifar eiginmanns síns í reitinn við hliðina á núverandi hvílustað hans en hann var upprunalega ætlaður henni sjálfri. Hyggst hún láta brenna líkamsleifar sínar þegar hún kveður en hún er nú á áttræðisaldri.

Atvinnuglaumgosinn og ritstjóri karlatímaritsins Playboy, Hugh Hefner, á grafreitinn hinum megin við Monroe. Keypti Hefner reitinn á 75.000 dollara, tæpar tíu milljónir króna, árið 1992.

Taka má þátt í uppboðinu hér.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan