Madonna í Varsjá

Fjöldi tónlistargesta óskaði Madonnu til hamingju með afmælið á tónleikum sem hún hélt í Varsjá í gærkvöldi en söngkonan er 51 árs í dag. En það voru ekki allir jafn ánægðir með að Madonna skyldi halda tónleika í Póllandi í gær, þann 15. ágúst, sem er heilagur dagur í rómversk kaþólskri trú en þá minnast þeir himnafarar Maríu.

Í hléi á milli laga lyfti gestur á tónleikunum upp spjaldi þar sem stóð til hamingju með afmælið og í kjölfarið hófu tónleikagestir upp raust sína og sungu afmælissönginn á pólsku.

„Ég finn fyrir ást ykkar!" sagði Madonna við þá tugi þúsunda gesta sem mættu á síðustu tónleikana í Sticky & Sweet för hennar um heiminn.

 En þrátt fyrir gleði tónleikagesta þá voru ekki allir á eitt sáttir við að Madonna skyldi halda tónleikana á þessum degi og var tónleikunum mótmælt dagana á undan í Varsjá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar