Hattinum stolið af Hallgrími

Hallgrímur Helgason gengur oft með hatt.
Hallgrímur Helgason gengur oft með hatt.

Hallgrímur Helgason rithöfundur var meðal gesta í brúðkaupi þeirra Brynhildar Einarsdóttur og Illuga Gunnarssonar, formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, á Flateyri um helgina. Hann varð fyrir því óláni að hattinum hans fræga var stolið fyrir tilstuðlan hóps manna innan Sjálfstæðisflokksins, að því er sagan segir.

Sjónarvottar segja að Hallgrímur hafi verið í essinu sínu bæði í brúðkaupsveislunni sem og á pöbbaröltinu á Flateyri. Segir sagan að hópur gesta hafi farið að skemmta sér kvöldið fyrir brúðkaup á skemmtistað þar í bæ.

Eitthvað voru stjórnmál rædd og þá iðulega Icesave-samningurinn. Á þá einhverjum ekki að hafa líkað málflutningur Hallgríms þar sem hann á meðal annars að hafa kallað Sjálfstæðisflokkinn Icesave-flokkinn, auk þess sem hann á oftar en einu sinni að hafa sagt sjálfstæðismenn ábyrga fyrir hruninu og gjaldþroti Íslands.

Hópur manna sem sjónarvottar segja að hafi tengst Sjálfstæðisflokknum tók sig því til og greiddi ónefndum íbúa á Flateyri 10 þúsund krónur fyrir að stela hatti rithöfundarins úr fatahengi á balli eftir brúðkaupið.

Hallgrímur vildi lítið tjá sig um málið þegar haft var samband við hann. Hann hafði ekki heyrt af þessu ráðabruggi en kvaðst vona að þeir sem stóðu fyrir því væru ánægðir með hattinn. „Já, þeir náðu hattinum“, sagði hann en vildi ekki meira segja um málið.

Ekki náðist í trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins við vinnslu fréttarinnar. Þau svör fengust í flokksmiðstöðinni Valhöll, að starfsfólk vissi ekkert um málið og gæti því ekki tjáð sig.

Sjónarvottar vildu þó að það kæmi fram að gestir brúðkaupsins hafi beðið með ráðabrugg þar til veislunni sjálfri var lokið. Segja má að rjóminn úr Sjálfstæðisflokknum hafi verið á svæðinu því meðal gesta voru Þorsteinn Pálsson fyrrv. forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Gunnarsson fyrrv. framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrv. menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. 

Bæjarins besta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir