Áttburamóðir sér eftir öllu saman

Nadya Suleman ræðir við Ann Curry, fréttamann NBC sjónvarprsstöðvarinnar fyrir …
Nadya Suleman ræðir við Ann Curry, fréttamann NBC sjónvarprsstöðvarinnar fyrir skömmu. AP

Nadya Suleman, sem eignaðist áttbura í janúar, viðurkennir í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Fox News, að hún hafi gert mikil mistök þegar hún ákvað að eignast börnin. Fyrir átti Suleman sex börn.

„Ég gerði sjálfri mér óleik, ég gerði börnunum mínum óleik. Hvað var ég að hugsa?" segir Suleman í viðtalinu, sem Sky sjónvarpsstöðin vitnar til. „Ég veit ekki hvað ég á að taka til bragðs. Ég verð að reyna að standa mig og láta sem ég sjái ekki eftir þessu. Ég get ekki séð eftir þessu núna því ég á börnin og elska þau og þau eru hér en hvað var ég að hugsa?"

Í myndskeiði, sem Fox birtir, sést Suleman, sem er 33 ára, reyna að gefa áttburunum að borða.

Breskt kvikmyndafyrirtæki hefur einnig gert heimildarmynd um Suleman og börn hennar. Gangi vel að selja myndina gæti Suleman og börnin haft 300 þúsund pund upp úr krafsinu á næstu þremur árum. 

Suleman eignaðist öll börnin eftir gervifrjóvgun. Hún bjó ásamt foreldrum sínum í þriggja herbergja íbúð í úthverfi Los Angeles þegar hún eignaðist áttburana en hefur nú flutt í stærra húsnæði, sem skráð er á föður hennar.

Viðtalið við Suleman

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup