Áttburamóðir sér eftir öllu saman

Nadya Suleman ræðir við Ann Curry, fréttamann NBC sjónvarprsstöðvarinnar fyrir …
Nadya Suleman ræðir við Ann Curry, fréttamann NBC sjónvarprsstöðvarinnar fyrir skömmu. AP

Nadya Su­lem­an, sem eignaðist átt­bura í janú­ar, viður­kenn­ir í viðtali við banda­rísku sjón­varps­stöðina Fox News, að hún hafi gert mik­il mis­tök þegar hún ákvað að eign­ast börn­in. Fyr­ir átti Su­lem­an sex börn.

„Ég gerði sjálfri mér óleik, ég gerði börn­un­um mín­um óleik. Hvað var ég að hugsa?" seg­ir Su­lem­an í viðtal­inu, sem Sky sjón­varps­stöðin vitn­ar til. „Ég veit ekki hvað ég á að taka til bragðs. Ég verð að reyna að standa mig og láta sem ég sjái ekki eft­ir þessu. Ég get ekki séð eft­ir þessu núna því ég á börn­in og elska þau og þau eru hér en hvað var ég að hugsa?"

Í mynd­skeiði, sem Fox birt­ir, sést Su­lem­an, sem er 33 ára, reyna að gefa átt­burun­um að borða.

Breskt kvik­mynda­fyr­ir­tæki hef­ur einnig gert heim­ild­ar­mynd um Su­lem­an og börn henn­ar. Gangi vel að selja mynd­ina gæti Su­lem­an og börn­in haft 300 þúsund pund upp úr krafs­inu á næstu þrem­ur árum. 

Su­lem­an eignaðist öll börn­in eft­ir gervifrjóvg­un. Hún bjó ásamt for­eldr­um sín­um í þriggja her­bergja íbúð í út­hverfi Los Ang­eles þegar hún eignaðist átt­bur­ana en hef­ur nú flutt í stærra hús­næði, sem skráð er á föður henn­ar.

Viðtalið við Su­lem­an

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Gætið þess að láta ekki áhuga ykkar á einhverri hugmynd verða að þráhyggju. Kaupin þín verða ekki af verra taginu þar sem þú hefur mikla hæfileika til að versla ódýrt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Gætið þess að láta ekki áhuga ykkar á einhverri hugmynd verða að þráhyggju. Kaupin þín verða ekki af verra taginu þar sem þú hefur mikla hæfileika til að versla ódýrt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell