Aukatónleikar með Ragga Bjarna

Ragnar Bjarnason og Guðrún Gunnarsdóttir.
Ragnar Bjarnason og Guðrún Gunnarsdóttir.



Nánast uppselt er á afmælistónleika Ragnars Bjarnasonar sem fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 26. september næstkomandi, en þó eru nokkrir miðar enn eftir. Í ljósi þessarar miklu eftirspurnar hefur aukatónleikum verið bætt við, og fara þeir fram sama dag kl. 16. Miðasala á aukatónleikana hefjast á midi.is í fyrramálið.

Á meðal þeirra sem ætla að fagna Ragnari á 75 ára afmæli hans má nefna Björgvin Halldórsson, Diddú, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Hemma Gunn, Ladda, Mugison, Pál Óskar, Ragnheiði Gröndal, Stefán Hilmarsson, Sumargleðina & Buff.

Kynnir er Þorgeir Ástvaldsson og sérstakir heiðursgestir eru Guðmundur Steingrímsson og Ólafur Gaukur úr KK sextettinum. Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri góðir gestir bætist í hópinn áður en yfir lýkur.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir