Warhol-málverk af Michael Jackson slegið á uppboði

Málverkið fræga er frá árinu 1984.
Málverkið fræga er frá árinu 1984.

Málverk eftir listamannin Andy Warhol af Michael Jackson hefur verið slegið á uppboði í New York. Ekki fæst uppgefið hvað kaupandinn greiddi fyrir verkið.

Talsmaður Vered gallerísins á Long Island segir aðeins að kaupandinn, sem vill ekki láta nafn síns getið, hafi greitt rúma milljón dala fyrir verkið. Það er 76 x 66 cm á stærð. 

Myndin var máluð árið 1984 til að fagna velgengni plötunnar Thriller. Hún hefur verið til sýnis í O2 höllinni í London að undanförnu, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Árið 2007 var Warhol-málverk af leikkonunni Elizabeth Taylor slegið á 23,7 milljónir dala (þrjá milljarða kr.)

Sama ár var málverkið Green Car Crash (Green Burning Car I), sem er frá árinu 1963, slegið á 71,7 milljónir dala (níu milljarða kr). Myndin sýndi alelda bifreið á hvolfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar