Gjöf til Hringsins í minningu Jacksons

Páll Óskar Hjálmtýsson afhenti gjöfina í gær
Páll Óskar Hjálmtýsson afhenti gjöfina í gær mbl.is/Eggert Jóhannesson

Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari afhenti Bandaspítala Hringsins í gær 1,5 milljón króna. Þessir fjármunir voru afrakstur minningarkvölds um poppkónginn Michael Jackson, sem haldið var á Nasa við Austurvöll á dögunum.

Þeir sem fram komu á minningartónleikunum voru meðal annars Páll Óskar, Alan Jones og Seth Sharp ásamt hljómsveitinni Jagúar, auk Yesmine Olson sem sýndi Jackson-sporin ásamt fleiri dönsurum. Spiluð voru Jacksonlög alla nóttina, bæði lifandi og af plötum, fyrir fullu húsi. Á tónleikunum safnaðist ein milljón króna og svo bætti sparisjóðurinn Byr hálfri milljón króna við og var upphæðin afhent í gær.

Páll Óskar fékk köku á spítlanum í gær
Páll Óskar fékk köku á spítlanum í gær mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir