Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari afhenti Bandaspítala Hringsins í gær 1,5 milljón króna. Þessir fjármunir voru afrakstur minningarkvölds um poppkónginn Michael Jackson, sem haldið var á Nasa við Austurvöll á dögunum.
Þeir sem fram komu á minningartónleikunum voru meðal annars Páll Óskar, Alan Jones og Seth Sharp ásamt hljómsveitinni Jagúar, auk Yesmine Olson sem sýndi Jackson-sporin ásamt fleiri dönsurum. Spiluð voru Jacksonlög alla nóttina, bæði lifandi og af plötum, fyrir fullu húsi. Á tónleikunum safnaðist ein milljón króna og svo bætti sparisjóðurinn Byr hálfri milljón króna við og var upphæðin afhent í gær.