Þjóðverjinn Resul Mor, sem er 39 ára, var á leið heim úr vinnunni þegar ókunnugur maður stöðvaði hann og bað hann um að aka fárveikri konu sinni á sjúkrahús.
Mor varð við beiðni mannsins en á sjúkrahúsinu var hann beðinn um að skrifa undir eitthvert plagg um komu konunnar. Tveimur vikum seinna fékk hann reikning upp á rúmar 1.250 þúsund krónur fyrir dvöl konunnar á sjúkrahúsinu.
Á plagginu sem Mor hafði undirritað stóð að hann ætti að greiða reikninginn gerði hún það ekki sjálf. Því hafði hann ekki reiknað með. Dómstóll úrskurðaði að Mor ætti að borga.