Dorrit fékk Kate Winslet

Kate Winslet hlaut Óskarsverðalunin fyrir hlutverk sitt í myndinni
Kate Winslet hlaut Óskarsverðalunin fyrir hlutverk sitt í myndinni "The Reader". Reuters

„Þetta eru miklar gleðifregnir fyrir málstaðinn. Rétt eins og Björk og Sigur Rós ákvað Kate Winslet að leggja okkur lið. Hún sá myndina og fannst hún alveg frábær, enda trúir hún á boðskapinn í henni,“ segir Margrét Dagmar Ericsdóttir, framleiðandi heimildarmyndarinnar Sólskinsdrengurinn, um þær fregnir að breska leikkonan Kate Winslet hafi verið fengin til að vera enskur sögumaður myndarinnar.

Sólskinsdrengurinn var frumsýnd hér á landi í janúar, en leikstjóri myndarinnar er Friðrik Þór Friðriksson. Hún fjallar um hinn 11 ára gamla Kela og glímu hans við einhverfu, en Keli er einmitt sonur Margrétar. Hún segir það algjörlega vera Dorrit Moussaieff forsetafrú að þakka að Winslet tók verkefnið að sér. „Dorrit er verndari myndarinnar og hún hefur staðið eins og klettur við bakið á okkur Kela. Við Friðrik Þór ræddum það við hana að ef við fengjum þekkta leikkonu til að lesa inn á hana á ensku myndi það gefa málstaðnum miklu meira vægi, og gefa börnunum miklu sterkari rödd í sinni baráttu. Hún hringdi svo í okkur stuttu seinna og sagði okkur að Kate Winslet væri tilbúin til að gera þetta. Þannig að hún á algjörlega heiðurinn af því að ná í Kate Winslet fyrir okkur,“ segir Margrét.

„Dorrit talaði hana inn á að gefa sína vinnu, sem hún og gerði, líkt og Björk, Sigur Rós, Friðrik Þór og aðrir listamenn sem koma að myndinni. Fólk vill hjálpa þessum börnum og leggja sitt af mörkum,“ útskýrir Margrét og bætir því við að Winslet hafi nú mikinn áhuga á að sækja Ísland heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir