Jamie Oliver færir út kvíarnar

Jamie Oliver
Jamie Oliver mbl.is/Dagur

Breski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver ætlar að opna þrjátíu ítalska veitingastaði í Asíu og er stefnt að því að sá fyrsti verði opnaður á næsta ári í Hong Kong. Að sögn Oliver verður boðið upp á ítalskan heimilismat á stöðunum sem er í takt við þá fimm staði sem tilheyra keðjunni amie's Italian í Bretlandi.

Félagi Oliver, Edward Pinshow, forseti Tranic Franchising, segir ástæðuna fyrir því að Asía varð fyrir valinu vera þá hversu efnahagslífið virðist vera fljótara að rétta úr kútnum þar en annars staðar í heiminum. Eins er mikil flóra alþjóðlegra veitingastaða í Asíu og mikill áhugi á slíkum stöðum. Hann segir að Kínverjar séu yfir sig hrifnir af ítölskum mat og í Japan sé Jamie Oliver heimilisvinur.

Að sögn Pinshow stefna þeir félagar á að opna sex veitingastaði í Hong Kong og Singapúr og eru þeir nú að safna hlutafé til rekstursins upp á 200 milljónir Bandaríkjadala.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir