Jackson lifandi?

Michael Jackson „gengur
Michael Jackson „gengur" inn í líkhúsið.

Mynd­skeið, sem sagt er sýna Michael Jackson stíga út úr lík­bíl í Los Ang­eles eft­ir dauða hans, fer nú um netið. Mun þetta án efa styrkja málstað þeirra sam­særis­kenn­inga­smiða, sem telja að dauði Jacksons hafi verið sviðsett­ur og hann sé enn á lífi og við góða heilsu. 

Að sögn Sky sjón­varps­stöðvar­inn­ar virðist mynd­skeiðið vera tekið í bíla­geymslu og sýn­ir manni vera fylgt út úr hvít­um sendi­ferðabíl og gegn­um dyr. Maður­inn er með svipaðan vöxt og hár og Jackson en and­lit hans sést aldrei.   

Sá sem setti mynd­skeiðið á vefsvæðið Live Leak seg­ist hafa fengið það frá „trú­verðugum heim­ild­ar­manni." Seg­ir á vefn­um, að mynd­skeiðið sýni að Jackson hafi enn verið á lífi eft­ir að lík hans var sagt vera flutt í hús­næði rétt­ar­læknisembætt­is Los Ang­eles.  

„Ég bar sam­an núm­erið á bíln­um og það virðist vera að kon­ung­ur popps­ins sé að hoppa út úr sama bíln­um og lík hans var flutt í."  

En bíl­núm­erið sést ekki á mynd­un­um og eng­in dag­setn­ing er á mynd­skeiðinu. 

Jafn­vel not­end­ur Live Leak, sem er gróðrar­stía fyr­ir lang­sótt­ar sam­særis­kenn­ing­ar, hafa mikl­ar efa­semd­ir.

„Michael Jackson, El­vis, 2Pac og Biggie eru all­ir sam­an að búa til tónlist. Ég mun birta mynd­ir af því síðar," seg­ir einn les­and­inn.   

Staðfest var fyrr í vik­unni, að krufn­ing hafi leitt í ljós að Jackson lést 25. júní af völd­um of stórs skammts af svefn­lyf­inu propof­ol. 

Mynd­skeiðið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir