Noel Gallagher segist hættur í hljómsveitinni Oasis þar sem hann geti ekki lengur starfað með bróður sínum Liam eftir ítrekaða árekstra. Noel segist á heimasíðu hljómsveitarinnar vera leiður vegna þessa en einnig létt. „Fólk mun skrifa og segja það sem það vill en ég gat ekki unnið degi lengur með Liam,“ segir Noel.
Noel bað alla þá afsökunar sem hefðu þegar keypt miða á tónleika hljómsveitarinnar í París, Konstanz og Mílanó. Tilkynningin kom eftir að hljómsveitin aflýsti tónleikum á Rock en Seine tónlistarhátíðinni í grennd við París á föstudag. Skipuleggjendur hátíðarinnar sögðu bræðurna hafa rifist áður en þeir áttu að stíga á svið.
Liam, söngvari hljómsveitarinnar og eldri bróðir hans Noel hafa átt stormasamt samband allt frá því að þeir stofnuðu hljómsveitina árið 1991 en orðrómur hafði verið uppi á liðnum vikum um að hljómsveitin myndi leysast upp.