Púað á Madonnu

Frá tónleikum Madonnu í Bucharest.
Frá tónleikum Madonnu í Bucharest. Reuters

Púað var á bandarísku söngkonuna Madonnu á tónleikum hennar í Rúmeníu á miðvikudag eftir að hún gagnrýndi fordóma gegn sígaunum.

Atvikið átti sér stað eftir að dansarar af sígaunaættum dönsuðu með Madonnu á sviðinu. Að dansinum loknum fögnuðu áhorfendur þeim ákaft.

Þegar Madonna sagði að hún hefði heyrt að sígaunar (Roma) byggju við mismunun í Austur-Evrópu og að það hefði gert hana mjög leiða breyttust fagnaðarlætin hins vegar í hávær mótmæli. Um 60.000 áhorfendur voru á tónleikunum sem haldnir voru í almenningsgarði í Bucharest.

Liz Rosenberg, fjölmiðlafulltrúi Madonnu, segir að hluti áhorfenda hafi fagnað ummælum hennar.

„Madonna hefur verið á ferðalagi með stórkostlegum hópi sígauna og það hefur gert hana meðvitaða um aðstæður þeirra og þá mismunun sem þeir búa við í ákveðnum löndum," segir hún. „Henni fannst því við hæfi að tjá sig stuttlega um málið. Hún mun ekki tjá sig frekar um það."

Mannréttindasamtök segja að sígaunar séu sennilega sá hópur sem verði fyrir mestri mismunum í Evrópu. Sex sígaunar hafa verið drepnir í árásum sem talið er að rekja megi til kynþáttafordóma í Ungverjalandi á síðasta ári.

Talið er að allt að 32 milljónir sígauna búa í Rúmeníu en samkvæmt opinberum upplýsingum eru sígaunar í landinu hins vegar einungis um 500.000.

Tónlistarmaðurinn Damian Draghici, sem er af sígaunaættum, segir fordómana hvað mesta í Rúmeníu, Ungverjalandi og á Ítalíu en talið er að um 12 milljónir sígauna búi í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar