Guð ekki með heimilisfang

Mynd Michelangelos af sköpun mannsins, Guð er til hægri.
Mynd Michelangelos af sköpun mannsins, Guð er til hægri.

Dómari í Nebraska hefur vísað frá kæru sem einn af liðsmönnum þings sambandsríkisins, Ernie Chambers, lagði fram í fyrra gegn Guði sem hann sakaði um að valda dauða og eyðileggingu. Dómarinn, Marlon Polk, sagði Guð ekki vera með neitt heimilisfang.

 Chambers sagði í kæru sinni að Guð hefði ógnað sér og öðrum Nebraskabúum og valdið ,,dauða, eyðileggingu og skelfingu meðal margra milljóna jarðarbúa". En Polk benti á að kærandi yrði að geta sagt hvar hinn ákærði væri ef rétta ætti í málinu.

,,Þar sem Guð er alls staðar þá veit hann um þessa málsókn," sagði Chambers sem setið hefur á þingi í Nebraska í 38 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir