Innbrotsþjófar stálu hljóðmynd Harrys og Heimis

Auglýsingaspjald fyrir Harry og Heimi.
Auglýsingaspjald fyrir Harry og Heimi.

„Við höfum verið að æfa leiksýningu um Harry og Heimi sem byggist mikið á leikhljóðum og effektum ýmiss konar,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari og einn aðstandenda leiksýningar um spæjarana Harry og Heimi sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu hinn 12. september.

„Við lögðum mikið á okkur að safna þessum hljóðum saman og koma þeim á tölvutækt form. En svo gerist það að einhverjir óprúttnir aðila brjótast inn í Borgarleikhúsið og stela hörðum diski og fartölvu með öllum hljóðunum á,“ segir Sigurður, og því ljóst að hljóðmyndin er nú einhvers staðar í undirheimum Reykjavíkurborgar.

„Okkur grunar að þeir séu að nota þessa effekta í sinni vinnu, enda eru þarna bæði brothljóð og alls konar spennueffektar sem gætu gert innbrot þeirra áhrifaríkari en ella. Þannig að vonandi geta þeir nýtt sér þetta,“ segir Sigurður í léttum dúr.

En eru spæjararnir Harry og Heimir ekki réttu mennirnir til að rannsaka málið? „Jú, það liggur beinast við að senda þá í þetta, enda fáir betur til þess fallnir,“ svarar Sigurður og hlær.

Aðspurður segir hann að þeim félögum hafi tekist að koma sér upp nýrri hljóðmynd.

„Það eru galdramenn að vinna þetta með okkur þannig að það er búið að græja þetta allt saman, og vel það. Þannig að tjónið er ekkert tilfinnanlegt þannig séð. En það er skondið að vita af þessu safni einhvers staðar í undirheimunum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup