Forsetadóttir á skjáinn

Jenna Bush Hager með tvíburasystur sinni Barböru fyrir nokkrum árum.
Jenna Bush Hager með tvíburasystur sinni Barböru fyrir nokkrum árum. AP

Jenna Bush Hager, dóttir George W. Bush fyrrum Bandaríkjaforseta hefur verið ráðin í hlutastarf hjá sjónvarpsþættinum Today á NBC sjónvarpsstöðinni.

Hager, sem er 27 ára kennari, mun koma fram í þættinum um það bil einu sinni í mánuði. Mun hún m.a. fjalla um menntamál, helstu fréttir og fjölmiðla. Hún mun þó ekki fjalla um stjórnmál og ekki um reynslu sína sem barn forseta.

„Mér finnst það ekki áhugavert," segir hún. „Ég er mjög venjuleg."

Þá segir hún að sig hafi alltaf hafa dreymt um að vera kennari og rithöfundur og að það hafi komið henni í opna skjöldu þegar henni var boðið starfið.

„Þetta er ekki eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um en ég held að eitt það mikilvægasta í lífinu sé að vera opinn fyrir nýjum tækifærum og fyrir breytingum," segir hún.

Hager kom fram á NBB fyrir tveimur árum í tengslum við útgáfu bókar sinnar um einstæða móður með HIV veiruna. Þá sá hún um einn þátt af Today ásamt móður sinni Laura Bush og segir framleiðandi þáttarins að þá hafi komið í ljós hversu eðlileg og afslöppuð hún væri í sjónvarpi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar