Oasis saman aftur eftir fimm ár?

Oasis á sviði
Oasis á sviði Reuters

Noel Gallagher hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að „munnlegar og líkamlegar ógnanir" og skortur á stuðningi stjórnenda  og hljómsveitarmeðlima í Oasis hafi neytt hann til að hætta í hljómsveitinni. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

„Smáatriðin skipa ekki máli og eru of mörg til að hægt sé að skrifa lista yfir þau," segir í yfirlýsingu hans sem birt er á bloggsíðunni Oasisinet.com.

Þar þakkar hann einnig aðdándum hljómsveitarinnar fyrir átján ára stórkostlegan kafla í lífi sínu, sem nú séu liðin.

„Mér finnst þið hafa rétt á að vita að munnlegar og líkamlegar ógnanir gegn mér, fjölskyldu, minni vinum og samherjum voru orðnar óþolandi," segir hann.

Einnig biður hann aðdáendur hljómsveitarinnar í París afsökunar á því að tónleikum þar skyldi vera aflýst á föstudag. „Afsakanir eru sennilega ekki nóg en ég er hræddur um að þær séu það eina sem ég á," segir hann.

Talsmaður hljómsveitarinnar segir aðra liðsmenn hennar nú meta það hvort þeir eigi að halda áfram samstarfi sínu án Noel, sem verið hefur gítarleikari hennar og helsti lagasmiður.

Alan McGee, sem uppgötuvaði hljómsveitina, segir átökin á milli Noel og bróður hans Liam að undanförnu hafa verið alvarlegri en nokkru sinni fyrr en samband þeirra hefur alltaf verið stormasamt. „Þetta eru augljóslega verstu átökin til þessa og hafa þau þó verið þónokkur," segir hann. „En þeir elska hvorn annan og þeir munu sættast á ný. Ég giska á að þeir muni koma saman að nýju eftir fimm ár. Þeir elska hvor annan. Þegar fólk elskar hvort annað þá sættist það alltaf að lokum." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar