Líf ísdrottningar skoðað í iPhone

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur gefið út sitt eigið forrit fyrir iPhone-farsíma og ber það heitið The IceQueen Official App'. Ásdís Rán segir frá því á bloggsíðu sinni, asdisran.blog.is, að í maí sl. hafi hún byrjað að vinna að þróun forritsins í samstarfi við þróunarfyrirtækið Apps N' Ads í Danmörku og Apple Int. Forrit þetta sé fyrir aðdáendur hennar „á heimsvísu“ og með því geti aðdáendur nálgast upplýsingar um líf fyrirsætunnar og myndir af henni.

Í fyrstu útgáfu af forritinu megi finna sérstakt „VIP blogg“ en á því munu birtast „einstakar upplýsingar um hana og hennar dag“, eins og segir í tilkynningu á bloggsíðunni. I-Phone-bloggið færir Ásdís inn með Twitter og er það sagt „smækkuð útgáfa af því sem gæti verið raunveruleikaþáttur“.

„Ég mun vera fyrsta súpermodelið sem nýti mér þessa tækni frá Apple og er reiknað með að þetta sé bara fyrsta IceQueen-applicationið sem fer í loftið af mörgum,“ bloggaði Ásdís í fyrradag og hún segir forritið kosta 4,99 dollara hjá iTunes-vefversluninni. Það muni fást þar frá og með gærdeginum. Hlekk á forritið hjá iTunes má finna á bloggi Ásdísar.

Bloggsíða Ásdísar Ránar

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar