Tinna stefnt fyrir kynþáttafordóma

Tinni ásamt aðstoðarmanni sínum í Kongó.
Tinni ásamt aðstoðarmanni sínum í Kongó.

Kongóskur endurskoðandi hyggst stefna Tinna fyrir kynþáttafordóma, hann sakar jafnframt belgíska dómara um að reyna að fela málið til að vernda þessa dáðu þjóðarhetju Belgíu.

Bienvenu Mbutu Mondondo heitir endurskoðandinn sem segir að teiknimyndasaga Hergé, Tinni í Kongó, sé áróður nýlendustefnu og stuðli að kynþáttafordómum og útlendingahatri. „Litli (svarti) aðstoðarmaður Tinna er sýndur vera vitlaus og hæfileikalaus. Það fær fólk til að trúa því að svart fólk hafi ekki þróast,“ segir Mondondo.

Fyrir tveimur árum hóf Mondondo málsókn í Belgíu og krafðist einnar evru í táknrænar skaðabætur frá útgefanda Tinna, Moulinsart og krafðist þess jafnframt að bókin yrði tekin af markaðnum. Engin viðbrögð hafa komið úr belgíska dómskerfinu og beiðni Mondondo var úrskurðuð ótímabær þó rannsókn vegna hennar hafi nú verið í gangi í tvö ár.

Lögfræðingur Modondo segir að þögnin hafi stjórnmálalegan undirtón: „Ráðist er gegn tákni Belgíu,“ segir Claude Ndjakanyi lögfræðingur. Hann segist munu fara í samskonar málaferli í Frakklandi og jafnvel fara „alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu ef nauðsyn krefur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar