Madonna úrvinda

Madonna á tónleikunum í Tel Aviv í gær.
Madonna á tónleikunum í Tel Aviv í gær. Reuters

Söngkonan Madonna féll tvisvar í yfirlið á tónleikum sínum um síðustu helgi vegna þreytu og ofreynslu. Atvikin áttu sér atað er söngkonan kom fram á ‘Stick and Sweet’ tónleikum sínum á Vasil Levski leikvanginum í Sofiu í Búlgaríu á laugardagskvöld.

Í fyrra skiptið var hún  gripin af dönsurum en í seinna skiptið féll hún niður þar sem hún gekk af sviðinu í lok lagsins ‘Spanish Lesson’. 

„Madge hafði miklar áhyggjur baksviðs. Hún þurfti að hvíla sig lengur á milli laga en venjulega,” segir ónefndur heimildarmaður breska blaðsins The Sun. „Hún neitaði að ljúka tónleikunum eða taka sér hlé eftir fyrra aðsvifið. Síðan hefur komið í ljós að hún þjáist af ofþreytu." 

Madonna kom fram í Hayarkon garðinum í Tel Aviv í Ísrael í gærkvöldi þrátt fyrir að henni hefði verið ráðlagt að fresta því.

„Henni var ráðlagt að fresta tveimur síðustu tónleikunum í Ísrael um nokkra daga, en skipulagsatriði og þrjóska komu í veg fyrir það. Hún ætlar að klára þá og taka síðan frí,” segir heimildarmaðurinn  en síðustu tónleikar tónleikaferðar hennar verða í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar