Madonna úrvinda

Madonna á tónleikunum í Tel Aviv í gær.
Madonna á tónleikunum í Tel Aviv í gær. Reuters

Söngkonan Madonna féll tvisvar í yfirlið á tónleikum sínum um síðustu helgi vegna þreytu og ofreynslu. Atvikin áttu sér atað er söngkonan kom fram á ‘Stick and Sweet’ tónleikum sínum á Vasil Levski leikvanginum í Sofiu í Búlgaríu á laugardagskvöld.

Í fyrra skiptið var hún  gripin af dönsurum en í seinna skiptið féll hún niður þar sem hún gekk af sviðinu í lok lagsins ‘Spanish Lesson’. 

„Madge hafði miklar áhyggjur baksviðs. Hún þurfti að hvíla sig lengur á milli laga en venjulega,” segir ónefndur heimildarmaður breska blaðsins The Sun. „Hún neitaði að ljúka tónleikunum eða taka sér hlé eftir fyrra aðsvifið. Síðan hefur komið í ljós að hún þjáist af ofþreytu." 

Madonna kom fram í Hayarkon garðinum í Tel Aviv í Ísrael í gærkvöldi þrátt fyrir að henni hefði verið ráðlagt að fresta því.

„Henni var ráðlagt að fresta tveimur síðustu tónleikunum í Ísrael um nokkra daga, en skipulagsatriði og þrjóska komu í veg fyrir það. Hún ætlar að klára þá og taka síðan frí,” segir heimildarmaðurinn  en síðustu tónleikar tónleikaferðar hennar verða í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir