Ramsey í rugli

Gordon Ramsey er þekktur fyrir að brúka munn.
Gordon Ramsey er þekktur fyrir að brúka munn.

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsey er þekktur fyrir að segja álit sitt umbúðalaust þegar kemur að rekstri veitingahúsa og matargerð. Í nýjum dómi virta veitingahúsarýnisins „Harden's London Restaurants“ eru veitingastaðir Ramseys hinsvegar sagðir fáránlega dýrir og gæði matarins heldur slök.

Orðstír helsta veitingastaðar Ramseys, Chelsea, er sagður hafa hrapað hraðar en verðbréfamarkaðurinn á liðnu ári og æsingurinn í matseðlinum þykir jafn „fjarlægur og maðurinn sjálfur.“ Sjö rétta hefðarmáltíð á Chelsea veitingahúsinu kostar um 120 pund á mann án víns en gæði máltíðarinnar eru talin hafa dvínað verulega.

Árið hefur verið erfitt fyrir stjörnukokkinn en ímynd hans skaðaðist töluvert vegna ásakana um framhjáhald auk þess sem fyrirtæki hans var sakað um að bera fram tilbúinn mat. Í síðasta mánuði kom í ljós að hagnaður af veitingahúsaveldi Ramseys hafði hrunið um nærri 90% og varð hann því að setja fjármagn úr eigin vasa í reksturinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir