Snarbrattur með nýja hjartað

mbl.is

„Mér heilsast rosalega vel og ég er snarbrattur. Ég var búinn að vaka í eina tvo klukkutíma þegar ég gerði mér grein fyrir að búið væri að skipta um hjarta í mér, mér líður svo vel,“ sagði Jóhannes Kristjánsson, eftirherma í samtali við mbl.is.

Hann gekkst í fyrrinótt undir hjartaígræðslu á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Jóhannes er á gjörgæslu en verður fluttur á almenna deild á morgun.

„Hann brosir nú hringinn og líður vel,“ sagði Halldóra Sigurðardóttir, eiginkona Jóhannesar en hún er með honum á sjúkrahúsinu.

Jóhannes fékk alvarlegt hjartaáfall í byrjun júní. Til þess að bjarga lífi hans var flogið með hann til Gautaborgar þar sem grædd var í hann hjartapumpa til þess að halda hjarta hans gangandi. Síðan hefur hann beðið eftir nýju hjarta.

„Það var hringt í okkur um fjögurleytið á mánudaginn og við vorum komin í loftið um hálfsexleytið. Jóhannes fór beint í aðgerðina þegar við komum til Gautaborgar eða um miðnætti að íslenskum tíma,“ segir Halldóra.

„Ég fékk að fara í mjög snöggt bað og síðan beint á skurðarborðið. Aðgerðin gekk mjög vel og allt hefur gengið afar vel í kjölfarið. Ég fór tvisvar fram úr í dag og stóð í lappirnar,“ sagði Jóhannes.

Læknarnir eru að sögn eiginkonu Jóhannesar mjög ánægðir með hversu vel aðgerðin tókst. Jóhannes var kominn á gjörgæsludeild um tólf klukkustundum eftir aðgerðina.

„Hann var tekinn úr öndunarvél á miðnætti í nótt og vaknaði svo sjálfur síðar í nótt. Honum líður mjög vel og trúir því varla að þetta sé búið,“ segir Halldóra eiginkona hans.

Jóhannes fer á almenna deild á morgun og síðan tekur við endurhæfing.

„Ætli þeir haldi mér ekki hér eitthvað áfram, a.m.k. meðan ég er á öllum þessum lyfjum,“ sagði Jóhannes Kristjánsson.

Jóhannes Kristjánsson, einn vinsælasti skemmtikraftur landsins, gekkst í fyrrinótt undir …
Jóhannes Kristjánsson, einn vinsælasti skemmtikraftur landsins, gekkst í fyrrinótt undir hjartaígræðslu í Svíþjóð. mbl.is/Rax
Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur ásamt hjartaskurðlækninum Gunnari Mýrdal. Hinn 8. júní …
Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur ásamt hjartaskurðlækninum Gunnari Mýrdal. Hinn 8. júní hélt Jóhannes að hann hefði orðið fyrir byssuskoti. Hjartað hafði hætt að slá. Til að bjarga lífi eins skemmtilegasta manns landsins var ekki um annað að ræða en að setja í hann hjartapumpu og undirbúa hjartaígræðslu. mbl.is/Rax
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar