Þetta er bara allt farið í steik

00:00
00:00

Heim­ild­ar­mynd­in Guð blessi Ísland verður frum­sýnd í ís­lensk­um kvik­mynda­hús­um hinn 6. októ­ber, réttu ári eft­ir að Geir H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, flutti drama­tískt ávarp sitt til þjóðar­inn­ar. Í stuttu máli má segja að mynd­in fjalli um banka­hrunið, af­leiðing­ar þess og ástæður, og er víða komið við.

Í mynd­inni má sjá brot úr óvenju­leg­um viðtöl­um við menn á borð við Geir H. Haar­de, Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, Björgólf Thor Björgólfs­son og Bjarna Ármanns­son.

„Þetta snýst mikið til um að nálg­ast þessa menn sem per­són­ur, frek­ar en viðskipta- eða stjórn­mála­menn. Það hef­ur alltaf vakið áhuga minn – hvað býr að baki þessu fólki sem við höf­um fengið að kynn­ast í gegn­um fjöl­miðlana. Mig langaði að vita hvernig fólk þetta er,“ seg­ir Helgi Felix­son, leik­stjóri mynd­ar­inn­ar. Að hans sögn er eitt af óvenju­leg­ustu viðtöl­um í mynd­inni viðtalið við Jón Ásgeir, sem tekið var í sum­ar­bú­stað hans. „Þar var hann bara með móður sinni og börn­um og að sjá hann í slíku um­hverfi fékk mann til að skynja hlut­ina út frá öðru sjón­ar­horni, án þess að ég sé að rétt­læta eitt né neitt.“

Auk viðtals­ins við Jón Ásgeir seg­ir Helgi að viðtalið við Geir H. Haar­de sé mjög áhuga­vert, en þar ræðir hann op­in­skátt um veik­indi sín. „Hann hef­ur lík­lega aldrei sést í því ljósi sem hann sést í í mynd­inni, ekki frek­ar en nokkuð annað af því fólki sem þar kem­ur fram. En Geir er mjög op­inn, bæði um veik­indi sín og svo allt það sem gerðist í raun og veru á bak við tjöld­in þegar allt var að hrynja,“ seg­ir Helgi og bæt­ir því við að lítið sem ekk­ert af því sem fram komi í mynd­inni hafi áður litið dags­ins ljós

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son