Þetta er bara allt farið í steik

Heimildarmyndin Guð blessi Ísland verður frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum hinn 6. október, réttu ári eftir að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, flutti dramatískt ávarp sitt til þjóðarinnar. Í stuttu máli má segja að myndin fjalli um bankahrunið, afleiðingar þess og ástæður, og er víða komið við.

Í myndinni má sjá brot úr óvenjulegum viðtölum við menn á borð við Geir H. Haarde, Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólf Thor Björgólfsson og Bjarna Ármannsson.

„Þetta snýst mikið til um að nálgast þessa menn sem persónur, frekar en viðskipta- eða stjórnmálamenn. Það hefur alltaf vakið áhuga minn – hvað býr að baki þessu fólki sem við höfum fengið að kynnast í gegnum fjölmiðlana. Mig langaði að vita hvernig fólk þetta er,“ segir Helgi Felixson, leikstjóri myndarinnar. Að hans sögn er eitt af óvenjulegustu viðtölum í myndinni viðtalið við Jón Ásgeir, sem tekið var í sumarbústað hans. „Þar var hann bara með móður sinni og börnum og að sjá hann í slíku umhverfi fékk mann til að skynja hlutina út frá öðru sjónarhorni, án þess að ég sé að réttlæta eitt né neitt.“

Auk viðtalsins við Jón Ásgeir segir Helgi að viðtalið við Geir H. Haarde sé mjög áhugavert, en þar ræðir hann opinskátt um veikindi sín. „Hann hefur líklega aldrei sést í því ljósi sem hann sést í í myndinni, ekki frekar en nokkuð annað af því fólki sem þar kemur fram. En Geir er mjög opinn, bæði um veikindi sín og svo allt það sem gerðist í raun og veru á bak við tjöldin þegar allt var að hrynja,“ segir Helgi og bætir því við að lítið sem ekkert af því sem fram komi í myndinni hafi áður litið dagsins ljós

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir