Þrýstnar línur vekja fögnuð

Myndin vinsæla af Lizzie Miller
Myndin vinsæla af Lizzie Miller

 Mynd af fyrirsætunni Lizzie Miller í bandaríska tímaritinu Glamour hefur vakið mikla lukku meðal bandarískra kvenna en Miller er með mun meiri maga og breiðari læri en þær fyrirsætur sem að öllu jöfnu prýða síður blaðsins. 

Forsvarsmenn tímaritsins segja viðbrögð við myndbirtingunni hafa verið einstaklega mikil og jákvæð. „Bréfin hafa fyllt pósthóflið mitt svo að segja frá þeim degi þegar Glamour fór í sölu,” segir Cindi Leive, ritstjóri tímaritins. „Ég vona að þetta sé upphaf byltingar.”

Leive hefur þegar fengið um 1.000 bréf í tengslum við myndbirtinguna en í þeim segir m.a: „Ég stend á öndinni af ánægju. Ég elska konuna á síðu 194."

Í öðru bréfi segir: „Finnist einhverjum fyrirsætan óheilbrigð þá ætti sá hinn sami að láta skoða á sér höfuðið. Hún er hávaxin, íþróttamannslega vaxin og með svolítinn maga. Það er allt of sumt."

Í þriðja bréfinu segir: „Raunveruleg kona lítur út eins og manneskja. Hún gerir það að verkum að mig langar til að fara upp á þak og hrópa."

Á myndinni, sem fylgir grein um mikilvægi þess að fólk sé sátt við líkama sinn, má sjá Miller sitja brosandi, allsnakta og afslappaða á bekk.

Miller, sem er tvítug, hefur í kjölfar myndbirtingarinnar verið boðið að koma fram í spjallþáttum í sjónvarpi þar sem hún hefur m.a. greint frá því að hún hafi átt erfitt með að sætta sig við þyngd sína þegar hún var unglingur. 

Nú hafi hún hins vegar lært að elska líkama sinn. Það hafi hún m.a. gert fyrir áhrif frá stjörnum á borð við Jennifer Lopez og Beyonce sem séu stoltar af kvenlegum vexti sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar