Agndofa og þakklátur

Vladimir Ashkenazy, skoðae sig um í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu.
Vladimir Ashkenazy, skoðae sig um í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. mbl.is/Ómar

„Það er kraftaverk að sjá þetta gerast og veitir manni mikinn innblástur,“ sagði Vladimir Ashkenazy, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í gær þegar hann skoðaði sig um í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu, sem er óðum að taka á sig mynd við hafnarbakkann í Reykjavík.

Ashkenazy hefur sem kunnugt er barist fyrir byggingu tónlistarhússins um áratugaskeið og stjórnaði m.a. frægum tónleikum Lundúnafílharmóníunnar á níunda áratugnum að viðstöddum Karli Bretaprinsi og Díönu prinsessu, en þeir voru haldnir til styrktar uppbyggingu tónlistarhúss Íslendinga. Þetta er í þriðja sinn sem Ashkenazy skoðar byggingarsvæðið og hann segir aðaltónleikasalinn lofa góðu: „Ég held að hljómburðurinn verði mjög góður enda stýra færustu hljómburðarsérfræðingar heimsins þeirri vinnu.“

Sjálfur segist hann vonast til að fá að stjórna fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í húsinu og að í framhaldinu verði hægt að bjóða þekktustu hljómsveitum heims til landsins að spila. „Ef þjóð hefur efni á því er mikilvægt að hafa bestu mögulegu aðstæður fyrir þau listaverk sem mannkynið hefur getið af sér í gegnum aldirnar. Við erum hluti af evrópskri siðmenningu og ef við getum verið í fremstu röð þá eigum við að vera það. Vilji fólksins í þessu landi er mjög sterkur og ég er agndofa og þakklátur fyrir að það eigi að klára þessa byggingu, þrátt fyrir þau hrikalegu vandamál sem þjóðin glímir við í dag. Ég átti ekki alveg von á því, en ég er mjög glaður yfir því að húsið verði að veruleika.“

ben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar